top of page

Stökk risarækju tacos með spæsí hunangs-límónusalati tajin ananas og hvítlaukssósu

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • 12 minutes ago
  • 2 min read

Þessi rækju taco uppskrift sameinar stökka risarækjur, spæsí hunangs–límónu rauðkálssalat, lárperu, hvítlaukssósu og grillaðan tajín ananas. Fullkomið jafnvægi af sætu, súru og krydduðu bragði í hverjum bita – einföld og fersk máltíð sem slær í gegn í sumarboði eða hvernig sem viðrar.


ree

Fyrir 2:

300 g risarækjur

60 g hveiti

1 msk maíssterkja

1 tsk paprikuduft

½ tsk cayenne pipar eða chipotle

1 tsk hvítlauksduft

½ tsk laukduft

Salt eftir smekk

2 hringir af ananas

1 tsk tajin

6 stk litlar tortillur

1 stk lárpera í sneiðum

50 ml sýrður rjómi (18%)

50 ml majónes

¼ hvítlaukur

Límónubörkur og safi eftir smekk


  1. Gerið spæsí hunangs-límónu rauðkálssalat.

  2. Rífið hvítlauk saman við majónes og sýrðan rjóma. Rífið smá límónubörk saman við og smakkið sósuna til með salti og límónusafa.

  3. Þurrkið rækjurnar vel með eldhúspappír – það hjálpar hjúpnum að loða betur við og gera þær stökkar.

  4. Blandið saman hveiti, maíssterkju, paprikudufti, cayenne eða chipotle, hvítlauksdufti og laukdufti í skál. Smakkið til með salti.

  5. Veltið rækjunum upp úr krydduðu hveitinu þar til þær eru jafnt hjúpaðar. Hristið af umfram hveiti.

  6. Hitið botnfylli af hitaþolinni olíu á stórri pönnu við miðlungsháan hita. Þegar olían er orðin heit (þú getur prófað með smá hveiti eða tannstöngli– ef það freyðir er hún tilbúin) setjið rækjurnar á pönnuna.

  7. Steikið í 1–2 mínútur á hvorri hlið þar til rækjurnar eru gullinbrúnar og stökkar. Setjið á eldhúspappír til að losna við umfram olíu.

  8. Steikið tortillur á annari heitri pönnu í stutta stund á hvorri hlið þar til heitar og mjúkar. Vefjið inn í hreint eldhússtykki til að halda vefjunum heitum og mjúkum.

  9. Steikið ananas á heitri pönnu (eða grillið ananasinn. Það er best!). Skerið í bita og blandið saman við tajin.

  10. Smyrjið vefjurnar með hvítlaukssósu og fyllið svo með salati, rækjum, lárperu og tajin ananas. Toppið með uppáhalds hot sósunni ykkar.



ree

Comentarios


bottom of page