top of page

Grillað ribeye með cajun kúrekasmjöri og krönsí salati

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • 2 days ago
  • 1 min read

Það þarf ekki mikinn tíma eða flókna aðferð til að elda steik sem gæti eins vel komið beint af veitingastað. Hér er ribeye grillað á háum hita, toppað með smjöri sem leysist upp í kryddaða sósu og borið fram með fersku, krönsí salati. Einfalt, fljótlegt og ótrúlega gott.

ree

Fyrir 2:


Steikur

Ribeye steikur, 2x 250 g

Hitaþolin olía

Salt og pipar

 

Cajun kúrekasmjör

Mjúkt smjör, 100 g

Cajun kryddblanda, 1 msk + meira eftir smekk

Hvítlauksrif pressuð, 2 stk

Sítrónusafi, 2 tsk

Söxuð steinselja, 1 msk

Salt og pipar eftir smekk

 

Krönsí salat

Rauðkál, 150 g

Íssalat, 50 g

Radísur, 3 stk

Rautt chili, 1 stk

Pistasíuhnetur, 20 g

 

Salatdressing

Hunang, 1 msk

Límónusafi, 1 msk

Ólífuolía, 1 msk


  1. Takið ribeye steikurnar úr kæli 1 klst áður en elda á matinn.

  2. Hrærið saman mjúku smjöri, cajun kryddblöndu, hvítlauk, sítrónusafa, steinselju salti og pipar. Smakkið til með salti, cajun kryddblöndu og sítrónusafa. Geymið við stofuhita þar til maturinn er borinn fram.

  3. Pískið saman hunang, límónusafa og ólífuolíu.

  4. Sneiðið rauðkálið mjög þunnt, helst með mandolíni (farið varlega!). Saxið íssalat, sneiðið radísur og chili. Saxið pistasíuhnetur. Setjið í skál með salatdressingunni og blandið vel saman. Smakkið til með hunangi og límónusafa.

  5. Forhitið grill við háan. Þerrið steikurnar og nuddið svo með salti pipar og hitaþolinni olíu (t.d. avacado olíu).

  6. Grillið steikurnar í um 3-4 mín á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Leyfið kjötinu að hvíla í 5 mín áður en það er skorið.

  7. Skerið steikurnar toppið með cajun kúrekasmjöri. (Geymið afgangs kúrekasmjörið í kæli í allt að 7 daga.)

  8. Berið fram með t.d. frönskum kartöflum.


ree

Comentarios


bottom of page