top of page

Kóreskir kjúklingaborgarar með kimchi, beikoni og gochujang sósu

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • 7 days ago
  • 2 min read

Ef þú ert að leita að uppskrift að kóreskum kjúklingaborgurum sem sameinar beikon, safaríkan kjúkling, bragðmikla gochujang-sósu, kimchi og kóríander, þá ertu á réttum stað. Þessir ofnbökuðu kjúklingaborgarar eru fullkomin blanda af sætu, hita og sýru sem gerir þá algjörlega ómótstæðilega. Uppskriftin er einföld, þarf enga djúpsteikingu og hentar bæði fyrir vana og óvana! Prófaðu þessa kóresku kjúklingaborgara næst þegar þig langar í borgara sem er ólíkur öllu sem þú hefur gert áður.

ree

Fyrir 4:


Kjúklingur og beikon

4 úrbeinuð kjúklingalæri

100 g hveiti

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk laukduft

1 tsk salt

8 sneiðar beikon


Gochujang-sósa

3 msk gochujang (kóreskt chili-paste)

2 msk hunang

2 msk sojasósa

1 msk hrísgrjónaedik

1 msk sesamolía

2 hvítlauksrif, pressuð

1 tsk rifinn ferskur engifer

2 tsk ristuð sesamfræ

3 msk vatn


Gochujang-majó

100 g japanskt majónes (Kewpie)

1 msk af gochujang-sósunni hér að ofan


Meðlæti

100 g kimchi, gróft saxað

30 g spínat, skorið í strimla

8–12 sneiðar súrar gúrkur

1 vorlaukar, fínsaxaður

1 stór lúka ferskur kóríander, saxaður

4 kartöflu hamborgarabrauð

2 msk smjör til að rista brauðin


  1. Hitið ofn í 200°C með blæstri. Blandið saman hveiti, hvítlauksdufti, laukdufti og salti í skál. Þerrið kjúklingalærin vel og veltið þeim upp úr hveitiblöndunni.

  2. Raðið kjúklingnum á bökunarplötu með bökunarpappír. Leggið beikon til hliðar á plötunni. Bakið í um 25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og beikonið stökkt (beikonið tekur um 10 mín).

  3. Setjið öll hráefnin fyrir gochujang-sósuna í pott eða pönnu. Hitið á meðalhita og hrærið þar til sósan er slétt og búin að þykkjast aðeins. Takið 1 msk frá fyrir majóið.

  4. Hrærið saman japanskt majónes og 1 msk af sósunni.

  5. Veltu elduðum kjúklingnum upp úr sósunni þannig að hann verði vel þakinn.

  6. Skerið brauðin í sundur, smyrjið með smjöri og ristið á heitri pönnu þar til þau eru gullin og stökk.

  7. Smyrjið brauðin með gochujang-majó. Raðið kjúklingi, beikoni, súrum gúrkum, kimchi, kóríander, vorlauk og spínati í brauðin og berið fram.

Comments


bottom of page