top of page

Spæsí udon núðlur með argentískum risarækjum og gochujang sósu

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • 13 minutes ago
  • 1 min read

Hér er á ferðinni ofur fljótlegur réttur sem gefur ekkert eftir í bragði!


Argentískar risarækjur eru lúxusvalkostur. Þær eru stórar, fallega rauðar að lit og hafa mjúkt, sætt bragð sem minnir á humar. Með þeim verður einfaldur réttur að einhverju miklu meira. Chewy udon núðlurnar, spæsí gochujang sósan og ferskt grænmetið heldur réttinum léttum og spennandi. Útkoman er skemmtilegur og bragðmikill réttur þar sem rækjurnar fá að njóta sín til fulls.

ree

Fyrir 2:

Udon núðlur ferskar, 2 pakkar (Fást hjá Fiska)

Argentískar risarækjur frá Norðanfiski, 400 g (Frosin þyngd)

Asískt babyleaf frá Vaxa eða Spínat 30 g

Rautt chili 1 stk

Vorlaukur 2 stk

Kóríander, 8 g

Sesamfræ, ristuð 1 msk

Gochujang 1 msk

Hlynsíróp 1 msk

Sojasósa 2 msk

Hrísgrjónaedik 1 msk

Hvítlauksmauk 1 tsk

Engifermauk 1 tsk


  1. Setjið vatn í pott og náið upp suðu. Sjóðið Udon núðlur í 3 mín.

  2. Sneiðið vorlauk (takið græna partinn til hliðar til að toppa réttinn með) og chili.

  3. Hrærið saman gochujang, hlynsírópi, sojasósu, hrísgrjónaediki, hvítlauksmauki og engifermauki.

  4. Afþýðið og þerrið rækjur.

  5. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita og steikið rækjurnar í 1,5-2 mín á hvorri hlið eða þar til hvítar í gegn. Varist að ofelda rækjurnar því þá verða þær gúmmíkenndar. Takið til hliðar og saltið rækjurnar eftir smekk.

  6. Steikið ljósari partinn af vorlauknum og chili í stutta stund þar til laukurinn mýkist. Rífið babyleaf (eða spínat) og bætið út á pönnuna ásamt núðlunum og gochujang sósunni. Blandið öllu vel saman þar til allt er hulið sósu. Blandið rækjum svo saman við.

  7. Saxið kóríander og stráið yfir réttinn ásamt sesamfræjum.

Comments


bottom of page