Pepperoni og chorizo pizza með confit chili og sterkri ítalskri ostablöndu
- Snorri 
- Apr 24
- 2 min read
Þessi pizza slær alltaf í gegn. Pepperoni og chorizo eru klassísk blanda sem gefur fullt af bragði, og sterka ítalska ostablandan kemur með smá kick án þess að vera of mikið.
Það sem gerir hana samt sérstaka er confit chili – chili sem er látið malla hægt í olíu þar til það verður djúsí, sæt-kryddað og mýkist alveg upp. Það bætir við dýpt sem maður finnur ekki alltaf á heimapizzu. Basilíkan fer ofan á í lokin með smá parmesan og hunangi og lyftir öllu upp í hæstu hæðir.
Þetta er ekki flókin uppskrift, en hún hittir algjörlega í mark.

San marzano tómatar, 400 g
Hvítlaukur, 1 rif
Basilíka stilkur og lauf, 5 g
Hunang, 30 ml
Pizzadeig, 300 g
Lítið pepperoni 50 g
Chorizo 50 g
Confit chili, eftir smekk (Uppskrift)
Mozzarella, 90 g
Sterk ítölsk ostablanda, 50 g
Chiliflögur, eftir smekk
Parmesan eftir smekk
Svartur pipar eftir smekk
Nokkur basilíkulauf til að toppa pizzuna með
- Setjið smá olíu í lítinn pott og stillið á miðlungshita. Pressið hvítlauksrif saman við og steikið í stutt stund ásamt chili þar til hvítlaukurinn fer að ilma. 
- Kremjið San Marzano tómatana með höndunum og bætið út í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, basilíkunni og 1 tsk af hunangi. Náið upp suðu og lækkið svo hitann svo það malli rólega í pottinum. Látið malla í um 15 mín eða þar til sósan þykkist aðeins. Fjarlægið basilíkuna, maukið sósuna með töfrasprota og smakkið svo til með salti. 
- Takið pizzabotninn úr kæli amk 1 klst áður en elda á pizzuna. 
- Setjið pizzastein í neðstu grind í ofni og stillið á hæsta hita. Látið steininn hitna á meðan unnið er í öðru. 
- Dreifið svolitlu hveiti yfir borðið og notið hendurnar til þess að fletja pizzabotninn út í um 15“ hring og leggið svo á bökunarpappír. Best er að vinna út frá miðju deigsins í átt að kantinum og reyna að hlífa um 1,5 cm af kantinum við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu ýtt út í kantinn sem verður til þess að hann lyftist mun betur. 
- Skerið chorizo sneiðarnar í bita (svo það dreifist betur um pizzuna). Dreifið sósu yfir pizzabotninn og því næst osti. Raðið salami og pepperoni á pizzuna ásamt confit chili og chilifræjum eftir smekk. 
- Færið pizzuna á pizzasteininn og bakið þar til pizzan er fallega gyllt og ljúffeng. 
- Toppið með hunangi, parmesan, basilíku og svörtum pipar þegar pizzan kemur úr ofninum. 







Comments