top of page

Súkkulaði mousse

Updated: Dec 27, 2018

Silkimjúkt súkkulaði mousse er fullkominn eftirréttur fyrir hvaða tækifæri sem er. Toppið það með þeyttum rjóma, berjum eða sykruðum hnetum.


 

Fyrir 4:

Rjómi, 250 ml

Súkkulaði 70%, 50 g

Mjólkursúkkulaði, 50 g

Eggjarauður, 2 stk

Sykur, 2 msk

Vanilludropar, 1 tsk

Kanill, 0,5 tsk

 
  1. Skerið súkkulaði gróflega og bræðið í örbylgjuofni. Hitið í 15 sek í einu og hrærið á milli þar til það er full bráðið.

  2. Setjið eggjarauður, 100 ml af rjóma, 1 msk sykur og vanilludropa í lítinn pott. Stillið á miðlungshita og hrærið þar til blandan er farin að þykkna nógu mikið til að hylja bakið á skeið, 4-5 mín. Varist að láta blönduna sjóða.

  3. Hrærið kanil og bráðnu súkkulaði saman við og sigtið blönduna í skál. Leyfið að kólna.

  4. Þeytið restina af rjómanum með restinni af sykrinum og blandið svo varlega saman við súkkulaðiblönduna. Deilið á milli 4 skála eða glasa og kælið.

  5. Berið fram með td hindberjum og sykruðum hnetum.

Comments


bottom of page