Pistasíu og hvítsúkkulaði "brown butter" smákökur
- Snorri 
- Sep 28
- 1 min read
Ég er alltaf að leita að fullkomnu smákökunni – og þessi er mjög nálægt því. Brúnað smjör gefur djúpan, hnetukenndan keim, hvíta súkkulaðið bætir við rjómakenndri sætunni og pistasíurnar koma með smá “crunch” og lit. Þær eru stökkar að utan, mjúkar að innan – og hverfa ótrúlega hratt af disknum.

Pistasíusmjör, 40 g
Púðursykur, 150 g
Sykur, 50 g
Egg (mjög stórt), 1 stk
Vanillustöng, 1 stk
Smjör, 135 g
Pistasíur, 40 g
Hvítt súkkulaði, 200 g
Hveiti, 200 g
Matarsódi, 3 g
Salt, 2 g
- Setjið púðursykurinn og sykurinn í stóra skál ásamt pistasíusmjörinu. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin innan úr. Setjið í skálina með sykrinum. 
- Setjið smjörið í lítinn pott og hitið við miðlungshita. Fylgist vel með á meðan þið látið smjörið krauma þar til það byrjar að taka ljósgullinn lit, gefa frá sér lykt með hnetukeim og brúnar agnir eru byrjaðar að myndast á botninum. Takið þá strax af hitanum og hellið út í skálina með sykrinum. 
- Pískið smjörið saman við sykurblönduna þar til allt hefur samlagast. Látið kólna smá og pískið þá eggið vandlega saman við blönduna. 
- Bætið hveiti, salti og matarsóda í skömmtum saman við blautefnin þar til allt hefur samlagast. 
- Saxið hvítt súkkulaði og pistasíur og blandið saman við deigið. 
- Mótið 50 gramma kúlur úr blöndunni og setjið í kæli í 30 mín. Úr uppskriftinni ættu að koma um 14-15 kökur. 
- Hitið ofn í 175°C með yfir og undir hita. Raðið 9 kúlum á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 12-14 mín eða þar til kantarnir á kökunum eru farnar að taka á sig gylltan lit. Endurtakið með restina af kökunum. 







Comments