top of page

Pönnukökur með hlynsíróps mascarpone kremi

Updated: Oct 13, 2023

Þegar kemur að pönnukökum er klassíska samsetningin af pönnukökum og sírópi frábær. En til hvers að hafa hlutina einfalda þegar þú getur lyft pönnukökunum upp í sælkeraupplifun?


Mascarpone ostur þeyttur með hlynsírópi tekur pönnukökurnar upp á næsta plan og fersk ber, krönsí pekanhnetur, súkkulaði og mynta hnýta svo hnútinn og gera þetta að algjörri veislu fyrir bragðlaukana!


Fullkomið helgartrít. Verði ykkur að góðu!

Fyrir 2-3:

Hveiti, 130 g

Sykur, 15 g

Lyftiduft, 4 g

Matarsódi, 2 g

Salt, 1 g

AB-Mjólk, 250 g

Egg, 1 stk stórt

Vanillustöng - 1 stk

Hlynsíróp, 50 ml

Mascarpone ostur, 200 g

  1. Pískið saman þurrefnin, AB-Mjólkina og eggið. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin innan úr henni. Pískið fræin saman við deigið. Leyfið deiginu að jafna sig í 10 mín áður en pönnukökurnar eru steiktar.

  2. Hitið viðloðunarfría pönnu við miðlungshita. Bíðið þar til pannan hefur náð hita áður en byrjað er að steikja.

  3. Bætið um 0,5 dl af pönnukökudeigi út á pönnuna og bíðið þar til loftbólur eru farnar að myndast á deiginu. Snúið pönnukökunni við og steikið í 20-30 sek á hinni hliðinni. Færið pönnukökuna á disk og endurtakið með restina af deiginu.

  4. Þeytið hlynsírópi vandlega saman við mascarpone ostinn.

  5. Berið fram með hlynsírópi, pekanhnetum, ykkar uppáhalds berjum, grófsöxuðu súkkulaði og myntu til skrauts.


Yorumlar


bottom of page