Pönnukökur með hlynsíróps mascarpone kremi
- Snorri 
- Oct 12, 2023
- 1 min read
Updated: Oct 13, 2023
Þegar kemur að pönnukökum er klassíska samsetningin af pönnukökum og sírópi frábær. En til hvers að hafa hlutina einfalda þegar þú getur lyft pönnukökunum upp í sælkeraupplifun?
Mascarpone ostur þeyttur með hlynsírópi tekur pönnukökurnar upp á næsta plan og fersk ber, krönsí pekanhnetur, súkkulaði og mynta hnýta svo hnútinn og gera þetta að algjörri veislu fyrir bragðlaukana!
Fullkomið helgartrít. Verði ykkur að góðu!

Fyrir 2-3:
Hveiti, 130 g
Sykur, 15 g
Lyftiduft, 4 g
Matarsódi, 2 g
Salt, 1 g
AB-Mjólk, 250 g
Egg, 1 stk stórt
Vanillustöng - 1 stk
Hlynsíróp, 50 ml
Mascarpone ostur, 200 g
- Pískið saman þurrefnin, AB-Mjólkina og eggið. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin innan úr henni. Pískið fræin saman við deigið. Leyfið deiginu að jafna sig í 10 mín áður en pönnukökurnar eru steiktar. 
- Hitið viðloðunarfría pönnu við miðlungshita. Bíðið þar til pannan hefur náð hita áður en byrjað er að steikja. 
- Bætið um 0,5 dl af pönnukökudeigi út á pönnuna og bíðið þar til loftbólur eru farnar að myndast á deiginu. Snúið pönnukökunni við og steikið í 20-30 sek á hinni hliðinni. Færið pönnukökuna á disk og endurtakið með restina af deiginu. 
- Þeytið hlynsírópi vandlega saman við mascarpone ostinn. 
- Berið fram með hlynsírópi, pekanhnetum, ykkar uppáhalds berjum, grófsöxuðu súkkulaði og myntu til skrauts. 







Comments