top of page

Súkkulaði og kirsuberja brownie með pistasíum

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • 16 hours ago
  • 2 min read

Þessi brownie er algjör veisla! Mikið og djúpt súkkulaðibragð, seigt miðja, safarík kirsuber og smá kröns frá pistasíunum. Amarena-kirsuberin gefa kökunni extra ríkulegt bragð og lyfta henni langt upp fyrir hið venjulega brownie.

Pistasíurnar og kirsuberjasírópið gera líka helling – bæði innan í deiginu og stráð ofan á heita kökuna fyrir fallega áferð og lit. Útkoman er dekur desert sem er ótrúlega einfaldur í framkvæmd en smakkast eins og eitthvað sem þú fengir á góðu kaffihúsi.

ree

Smjör, 125 g

Vanillustöng, 1 stk

Egg, 3 stk

Púðursykur, 125 g

Sykur, 125 g

Hveiti, 80 g

Kakóduft (Callebaut OJK), 40 g

Salt, 1 g

Súkkulaði (Helst vandað súkkulaði, amk 56%), 180 g

Amarena kirsuber, 10 stk

Amarena kirsuberjasíróp, 30 g

Pistasíuhnetur, 15 g

 

  1. Bræðið smjör í potti við miðlungshita. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin innan úr.

  2. Pískið saman hveiti, kakóduft og salt í skál.

  3. Setjið sykur og púðursykur í stóra skál ásamt vanillufræjunum og pískið brædda smjörið vandlega saman við. Látið kólna smá fyrir næsta skref svo eggin eldist ekki.

  4. Aðskiljið rauðurnar frá hvítunni í 2 eggjum. Pískið fyrst einu heilu eggi vandlega saman við sykurblönduna, svo eggjarauðunum. Pískið að lokum brownie þurrefnablöndunni saman við þar til allt hefur samlagast. 

  5. Grófsaxið um 2/3 af pistasíuhnetunum. Saxið restina mjög smátt.

  6. Blandið súkkulaðinu og grófsöxuðu pistasíhnetunum saman við brownie blönduna með sleikju.

  7. Smyrjið 20x20 cm form með smjöri og leggið bökunarpappír í formið svo auðveldara sé að ná kökunni upp úr því. Látið bökunarpappírinn standa sirka 1,5-2 cm upp fyrir mótið.

  8. Skerið kirsuberin í tvennt. Færið brownie deigið í formið og dreifið úr því svo það fylli jafnt út í formið. Dreifið kirsuberjunum yfir deigið og ýtið þeim örlítið niður í deigið. 

  9. Bakið í miðjum ofni á ofngrind í 40-45 mín. Pennslið brownie’ið með kirsuberjasírópinu um leið og það kemur úr ofninum og stráið smátt söxuðu pistasíuhnetum yfir.

  10. Látið standa á borði í 1 klst. og færið svo í kæli þar til botninn á forminu er kaldur viðkomu (1-3 klst).

  11. Skerið í bita og njótið!

Comments


bottom of page