top of page

Spicy humar og chorizo pizza

Ef þú ert í stuði fyrir örlítið öðruvísi pizzu þá er þessi hér klárlega málið!


Humarinn og smokey chorizo bragðið parast svakalega vel á móti sætunni í ananasinum (passið að velja góðan ananas!) og hitanum frá spicy majóinu og chiliflögunum.


Ég dæmi engann fyrir að nota aðkeypta pizzabotna en ef þú ert í stuði fyrir að gera pizzadeigið frá grunni þá mæli ég með þessari uppskrift hér.

Pizzabotn, 400 g / Eða uppáhalds pizzadeigs uppskriftin þín (t.d. þessi)

Skelflettur humar, 100 g

Spicy chorizo, 60 g

Mozzarellaostur, 150 g

Hvítlaukur, 1 rif

Pizzasósa, 150 ml / Mér þykir Mutti best

Basilíka, 6 g

Ananasbitar, 50 g / Mér þykja Dole gold bestir

Japanskt majónes, 50 ml

Srirachasósa, 10 ml

Chiliflögur, 5 ml


  1. Takið pizzabotninn úr kæli amk 1 klst áður en elda á pizzuna.

  2. Setjið pizzastein í neðstu grind í ofni og stillið á hæsta hita (300°C helst). Látið steininn hitna á meðan unnið er í öðru.

  3. Hrærið srirachasósu saman við japanskt majónes.

  4. Þerrið humarinn og hreinsið dökku röndina sem liggur endilagt yfir humarinn úr ef þarf. Hitið smá olíu á pönnu við háan hita. Bætið humarhölum út á pönnuna, pressið hvítlauk og setjið á pönnuna ásamt smjörklípu. Steikið humarinn í um 2 mín eða þar til hann er fulleldaður. Saltið smá.

  5. Notið hendurnar til þess að fletja pizzabotninn út í um 15“ hring og leggið svo á bökunarpappír. Best er að vinna út frá miðju deigsins í átt að kantinum og reyna að hlífa um 1,5 cm af kantinum við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu ýtt út í kantinn sem verður til þess að hann lyftist mun betur.

  6. Skerið chorizo í fernt. Smyrjið pizzasósu yfir botninn og dreifið mozzarellaosti svo yfir. Raðið humri, chorizo, ananas og chiliflögum á pizzuna.

  7. Færið pizzuna á pizzasteininn og bakið þar til pizzan er fallega gyllt og ljúffeng.

  8. Saxið basilíku og stráið yfir pizzuna ásamt spicy majó þegar hún kemur úr ofninum.


bottom of page