top of page

Spicy humar og chorizo pizza

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • Nov 8, 2023
  • 2 min read

Ef þú ert í stuði fyrir örlítið öðruvísi pizzu þá er þessi hér klárlega málið!


Humarinn og smokey chorizo bragðið parast svakalega vel á móti sætunni í ananasinum (passið að velja góðan ananas!) og hitanum frá spicy majóinu og chiliflögunum.


Ég dæmi engann fyrir að nota aðkeypta pizzabotna en ef þú ert í stuði fyrir að gera pizzadeigið frá grunni þá mæli ég með þessari uppskrift hér.

ree

Pizzabotn, 400 g / Eða uppáhalds pizzadeigs uppskriftin þín (t.d. þessi)

Skelflettur humar, 100 g

Spicy chorizo, 60 g

Mozzarellaostur, 150 g

Hvítlaukur, 1 rif

Pizzasósa, 150 ml / Mér þykir Mutti best

Basilíka, 6 g

Ananasbitar, 50 g / Mér þykja Dole gold bestir

Japanskt majónes, 50 ml

Srirachasósa, 10 ml

Chiliflögur, 5 ml


  1. Takið pizzabotninn úr kæli amk 1 klst áður en elda á pizzuna.

  2. Setjið pizzastein í neðstu grind í ofni og stillið á hæsta hita (300°C helst). Látið steininn hitna á meðan unnið er í öðru.

  3. Hrærið srirachasósu saman við japanskt majónes.

  4. Þerrið humarinn og hreinsið dökku röndina sem liggur endilagt yfir humarinn úr ef þarf. Hitið smá olíu á pönnu við háan hita. Bætið humarhölum út á pönnuna, pressið hvítlauk og setjið á pönnuna ásamt smjörklípu. Steikið humarinn í um 2 mín eða þar til hann er fulleldaður. Saltið smá.

  5. Notið hendurnar til þess að fletja pizzabotninn út í um 15“ hring og leggið svo á bökunarpappír. Best er að vinna út frá miðju deigsins í átt að kantinum og reyna að hlífa um 1,5 cm af kantinum við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu ýtt út í kantinn sem verður til þess að hann lyftist mun betur.

  6. Skerið chorizo í fernt. Smyrjið pizzasósu yfir botninn og dreifið mozzarellaosti svo yfir. Raðið humri, chorizo, ananas og chiliflögum á pizzuna.

  7. Færið pizzuna á pizzasteininn og bakið þar til pizzan er fallega gyllt og ljúffeng.

  8. Saxið basilíku og stráið yfir pizzuna ásamt spicy majó þegar hún kemur úr ofninum.

ree

Comments


bottom of page