top of page

Spaghetti Puttanesca

Spaghetti Puttanesca er ljúffengur klassískur ítalskur pastaréttur sem hefur verið til í ýmsum myndum frá því fyrir árið 1900. Það var ekki fyrr en um 1960 sem rétturinn tók á sig þessa mynd sem hann er þekktur fyrir í dag og byrjað var að tala um hann sem Spaghetti Puttanesca.


Þessi réttur er frábær uppskrift til að eiga uppi í erminni þegar mann langar í ljúffengt pasta í miðri viku sem tekur ekki frá manni hálft kvöldið í eldamennsku, en rétturinn tekur ekki nema rétt í kringum 20 mín frá byrjun til enda.


Fyrir 2:

Spaghetti, 200 g

Ansjósuflök, 3 stk / Fást t.d. í Krónunni og Melabúðinni

Hvítlaukur, 3 rif

Rauðar chiliflögur, 0,5 tsk eða meira eftir smekk

Oregano þurrkað, 0,5 tsk

Hunang, 0,5 tsk

Niðursoðnir tómatar, 1 dós / Ég notaði San Marzano tómata

Kalamata ólífur (heilar & steinlausar), 10 stk

Grænar ólífur (heilar & steinlausar), 10 stk

Capers, 1 msk

Breiðblaða steinselja, 5 g

Góð handfylli af ferskri basilíku

Fullt af parmesan

Smjörklípa

Hvítlauksbrauð sem meðlæti

  1. Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu.

  2. Saxið ansjósuflök eins smátt og hægt er svo þau nánast bráðni saman við sósuna. Pressið hvítlauk. Skerið ólífur í tvennt.

  3. Hitið 2 msk af ólífuolíu á pönnu við miðlungshita og steikið hvítlauk í stutta stund þar til hann byrjar að ilma. Bætið ansjósum, capers og rauðum chiliflögum út á pönnuna og steikið í um 1 mín.

  4. Bætið niðursoðnum tómötum (kremjið tómatana með höndunum áður ef þeir eru heilir), 150 ml af vatni, oregano, hunangi og ólífum út á pönnuna og látið krauma í 10-15 mín á meðan pasta er soðið eða þar til sósan er farin að þykkjast hæfilega.

  5. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum frá framleiðanda en takið um 1 dl af pastavatni til hliðar áður en vatnið er sigtað frá pastanu þegar það er tilbúið.

  6. Bætið smjörklípu út í sósuna og smakkið sósuna svo til með salti. Bætið spaghetti út í sósuna og veltið því um þar til það er vel hulið sósu. Þynnið sósuna með pastavatninu ef þarf.

  7. Saxið basiíku og steinselju og blandið saman við réttinn á pönnunni ásamt rausnarlegu magni af parmesan.

  8. Toppið að lokum með svörtum pipar, meiri parmesan og kryddjurtum.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vínnes ehf

Comentários


bottom of page