top of page

Snickers brúnka með hnetusmjöri og salthnetum

Stórkostleg Snickers brúnka með hnetusmjöri og grófsöxuðum salthnetum sem kætir bragðlaukana og lífgar upp á kaffiboðið.


Ég mæli með því að fjárfesta í 20 cm brúnkuformi fyrir þessa uppskrift ef það er ekki til á heimilinu en ég fékk mitt hjá Allt Í Köku.

Smjör, 115 g

Kakóduft, 50 g

Sykur, 125 g

Púðursykur, 125 g

Vanilludropar, 1 tsk

Egg, 2 stk

Salt, 1/4 tsk

Hveiti, 60 g

Snickers, 80 g / 2 lítil Snickers

Súkkulaðibitar, 1 dl (75 g) / Ghirardelli, fást í Hagkaup

Mjúkt hnetusmjör, 60 g / Ég notaði Whole Earth

Salthnetur, 40 g

 
  1. Hitið ofn í 180 °C.

  2. Smyrjið 20 cm brúnkuform með smjöri og leggið bökunarpappír í formið svo auðveldara sé að ná kökunni upp úr því.

  3. Bræðið smjörið og pískið því vandlega saman við kakóduft, sykur, púðursykur og vanilludropa. Pískið svo 1 eggi í einu saman við blönduna þar til áferðin er orðin slétt.

  4. Hrærið hveiti og salti saman við blönduna þar til allt hefur samlagast.

  5. Skerið Snickers í litla bita og grófsaxið salthneturnar.

  6. Blandið súkkulaðibitum, Snickers og salthnetunum saman við blönduna og hellið henni í brúnkuformið. Dreifið hnetusmjörinu í nokkrum klessum yfir brúnkuna og þrýstið því aðeins niður. Stráið loks smá auka salthnetum og súkkulaðibitum yfir.

  7. Bakið kökuna í um 22 mín í miðjum ofni eða þar til tannstöngull kemur nánast hreinn úr miðju kökunnar.

  8. Leyfið brúnkunni að kólna áður en hún er fjarlægð úr forminu og skorin í bita.

Comments


bottom of page