top of page

Skotheld súkkulaði brúnka

Updated: Jun 15, 2019

Það er fátt betra en góð brúnka og ísköld mjólk en þessi hérna er alveg skotheld og slær í gegn í hvert sinn sem ég býð upp á hana.


Butterscotch bitarnir eru æðislegir út í kökuna en ef þeir eru ekki til má nota meira af súkkulaðibitunum og/eða bæta við grófsöxuðum hnetum.


Ég mæli með því að fjárfesta í 20 cm brúnkuformi fyrir þessa uppskrift ef það er ekki til á heimilinu en ég fékk mitt hjá Allt Í Köku.

Smjör, 115 g

Kakóduft, 50 g

Sykur, 125 g

Púðursykur, 125 g

Vanilludropar, 1 tsk

Egg, 2 stk

Salt, 1/4 tsk

Hveiti, 60 g

Súkkulaðibitar, 1 dl (75 g) / Ghirardelli, fást í Hagkaup

Butterscotch bitar, 1 dl (75 g) / Nestlé, fást í Hagkaup

 
  1. Hitið ofn í 180 °C.

  2. Smyrjið 20 cm brúnkuform með smjöri og leggið bökunarpappír í formið svo auðveldara sé að ná kökunni upp úr því.

  3. Bræðið smjörið og pískið því vandlega saman við kakóduft, sykur, púðursykur og vanilludropa. Pískið svo 1 eggi í einu saman við blönduna þar til áferðin er orðin slétt.

  4. Hrærið hveiti og salti saman við blönduna þar til allt hefur samlagast.

  5. Blandið súkkulaði og butterscotch bitum saman við blönduna og hellið henni í brúnkuformið.

  6. Bakið kökuna í 20-22 mín í miðjum ofni eða þar til tannstöngull kemur nánast hreinn úr miðju kökunnar.

  7. Leyfið brúnkunni að kólna áður en hún er fjarlægð úr forminu og skorin í bita.

Commentaires


bottom of page