Sjúklega góðar "brownie" súkkulaði smákökur
- Snorri 
- Dec 21, 2020
- 1 min read
Titillin á þessari uppskrift segir allt sem segja þarf. Þessar kökur eru eins og brownies í smákökuformi og eru ótrúlega góðar. Kökurnar eru hlaðnar súkkulaði og súkkulaðiperlum, kantarnir eru pínu stökkir og miðjan minnir einna helst á brownie. Agjört nammi!

Þessi uppskrift gerir 20 kökur:
Smjör ósaltað, 120 g
Súkkulaðir 56%, 120 g
Púðursykur, 200 g
Sykur, 100 g
Egg, 2 stk
Vanillufræ, 0,5 tsk / Rapunzel (Eða 2 tsk vanilludropar)
Hveiti, 125 g
Kakóduft, 35 g
Salt, 0,5 tsk
Matarsódi, 0,5 tsk
Kanill, 1 tsk
Súkkulaðibitar, 100 g / Helst dökkt súkkulaði
Súkkulaðiperlur, 150 g / Nói Síríus
- Stillið ofn á 170°C með yfir og undirhita. 
- Bræðið smjör og 56% súkkulaði saman í skál. Látið kólna í nokkrar mín. 
- Hrærið saman púðursykur, sykur, egg og vanillufræ/dropa með handþeytara þar til allt hefur samlagast vel. Hrærið svo súkkulaðiblöndunni saman við. 
- Sigtið þurrefnin saman við blautblönduna og blandið svo saman með sleikju þar til allt hefur samlagast. 
- Hrærið súkkulaðibitum og súkkulaðiperlum saman við smákökudeigið. 
- Notið ísskeið eða 2 skeiðar til að mynda 9 kúlur á bökunarpappír svipaðar að stærð og golfkúlur. 
- Bakið í miðjum ofni í 6,5 mín, snúið bökunarplötunni svo við og bakið í aðrar 6,5 mín. 
- Kökurnar lyftast ansi vel í ofninum. Berjið ofnplötunni hressilega niður á borð þegar kökurnar koma úr ofninum og þá falla þær niður og mynda þessa skemmtilegu sprungu áferð. 
- Leyfið kökunum að kólna á ofnplötunni í nokkrar mín áður en þær teknar af. 







Comments