top of page

Sjúklega góðar "brownie" súkkulaði smákökur

Titillin á þessari uppskrift segir allt sem segja þarf. Þessar kökur eru eins og brownies í smákökuformi og eru ótrúlega góðar. Kökurnar eru hlaðnar súkkulaði og súkkulaðiperlum, kantarnir eru pínu stökkir og miðjan minnir einna helst á brownie. Agjört nammi!

Þessi uppskrift gerir 20 kökur:

Smjör ósaltað, 120 g

Súkkulaðir 56%, 120 g

Púðursykur, 200 g

Sykur, 100 g

Egg, 2 stk

Vanillufræ, 0,5 tsk / Rapunzel (Eða 2 tsk vanilludropar)

Hveiti, 125 g

Kakóduft, 35 g

Salt, 0,5 tsk

Matarsódi, 0,5 tsk

Kanill, 1 tsk

Súkkulaðibitar, 100 g / Helst dökkt súkkulaði

Súkkulaðiperlur, 150 g / Nói Síríus

  1. Stillið ofn á 170°C með yfir og undirhita.

  2. Bræðið smjör og 56% súkkulaði saman í skál. Látið kólna í nokkrar mín.

  3. Hrærið saman púðursykur, sykur, egg og vanillufræ/dropa með handþeytara þar til allt hefur samlagast vel. Hrærið svo súkkulaðiblöndunni saman við.

  4. Sigtið þurrefnin saman við blautblönduna og blandið svo saman með sleikju þar til allt hefur samlagast.

  5. Hrærið súkkulaðibitum og súkkulaðiperlum saman við smákökudeigið.

  6. Notið ísskeið eða 2 skeiðar til að mynda 9 kúlur á bökunarpappír svipaðar að stærð og golfkúlur.

  7. Bakið í miðjum ofni í 6,5 mín, snúið bökunarplötunni svo við og bakið í aðrar 6,5 mín.

  8. Kökurnar lyftast ansi vel í ofninum. Berjið ofnplötunni hressilega niður á borð þegar kökurnar koma úr ofninum og þá falla þær niður og mynda þessa skemmtilegu sprungu áferð.

  9. Leyfið kökunum að kólna á ofnplötunni í nokkrar mín áður en þær teknar af.Comentarios


bottom of page