top of page

Ribeye steikur með silkimjúkri gráðaostasósu og ofnbökuðu smælki

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • Apr 11
  • 2 min read

Þetta er svona réttur sem maður nennir að standa í – því hann er þess virði. Ribeye steik með gráðaostasósu sem er bara „já, takk“ í sósuformi. Ofnbakað rósmarín smælki og parmesan spergilkál til hliðar. Allt eins og það á að vera.

Ribeye steikur:

2 x 250 g ribeye steikur

Salt og pipar

1 msk olía

2 msk smjör

2 hvítlauksrif (léttkramin)

Ferskt rósmarín eða timjan (valkvætt)


Gráðaostasósa:

200 ml rjómi

40–50 g gráðaostur

1 tsk dijon sinnep

1 hvítlauksrif (pressað eða smátt saxað)

1–1,5 tsk nautakraftur (Oscar)


Kartöflusmælki:

400 g kartöflusmælki

Ólífuolía

Salt

1 tsk smátt saxað rósmarín


Spergilkál:

250 grömm spergilkál

Ólífuolía

Salt

Rifinn parmesanostur eftir smekk


  1. Taktu steikurnar úr kæli og leyfðu þeim að ná stofuhita í 30–60 mínútur. Kryddaðu með salti og pipar.

  2. Sjóðið smælki í 8–10 mínútur, sigtið. Veltið upp úr ólífuolíu, salti og söxuðu rósmarín. Bakið svo við 200°C í 35 mínútur.

  3. Skerið spergilkál í bita, veltið upp úr ólífuolíu og salti. Bakið við 200°C í 15-20 mínútur. Rífið parmesan yfir þegar spergilkálið kemur út úr ofninum.

  4. Hitaðu smá olíu í litlum potti og steiktu hvítlaukinn við vægan hita þar til hann fer að ilma. Bættu rjóma, dijon og nautakrafti við og náðu upp vægri suðu. Lækkaðu hitann og bættu gráðaostinum út í. Hrærðu í þar til osturinn er bráðnaður og sósan orðin þykk og kremuð.

  5. Hitaðu stálpönnu við háan hita og bættu við hitaþolinni olíu (t.d. avocado olíu). Steiktu steikurnar í um 3 mínútur á hvorri hlið fyrir medium rare. Notastu við kjöthitamæli fyrir sem nákvæmasta eldun.

  6. Bættu smjöri, hvítlauk og fersku rósmaríni út á pönnuna og ausaðu smjörinu yfir steikurnar í lokin. Taktu af pönnunni og leyfðu að hvíla í 5–10 mínútur.

Comments


bottom of page