top of page

Sous vide ribeye steikur með heimalagaðri bearnaise sósu

Það er fátt sem toppar góða steik og bearnaise sósu en það geta flestir verið sammála um það að bearnaise sósa er alltaf best þegar maður gerir hana sjálfur.


Margir handþeyta bearnaise sósuna sína en ég kýs að láta Kitchenaid vélina mína um erfiðið og hef aldrei séð eftir því.


Hetjan í þessari uppskrift er bearnaise sósan en það fá örugglega einhverjir Sous vide tæki í jólagjöf svo nú er bara að bookmarka þessa uppskrift og gera almennilega steik!

Ribeye steikur, 2x 250-300 g

Rósmarín ferskt, 3 stilkar

Timian ferskt, 4-5 stilkar

Hvítlaukur, 3 rif

Ósaltað smjör, 250 g

Eggjarauður, 4 stk

Nautakraftur, 2-3 tsk / Oscar

Estragon/Tarragon, 1 msk saxað ferskt eða 2 tsk þurrkað

Steinselja, 1 msk söxuð fersk

Ferskt salat og bakaðar kartöflur sem meðlæti


  1. Stillið sous vide tækið á 55 °C fyrir medium rare eldun. Kryddið steikurnar rausnarlega með salti. Setjið kjötið í poka sem hægt er að lofttæma ásamt rósmarín, timian og hvítlauk. Lofttæmið pokann vel og setjið í vatnsbað í 3 klst.

  2. Bræðið smjör við vægan hita. Hitið smjörið þar til rétt naumlega er hægt að setja fingurinn ofan í smjörið vegna hita. Passið að smjörið sjóði ekki. Takið smjörið af hitanum og geymið á meðan eggjarauður eru hrærðar.

  3. Hrærið eggjarauður og bernaise essence í hrærivél í nokkrar mín þar til blandan er orðin ljós og létt. Bætið þá 2 tsk af nautakrafti út í og hrærið áfram.

  4. Aukið hraðann á vélinni og hellið smjörinu í mjög rólegri bunu saman við eggjarauðurnar þar til allt hefur samlagast. Varist að hella of hratt eða of miklu í einu því þá getur sósan skilið sig og eggjarauðurnar hlaupið við of mikinn og skyndilegan hita. Bætið estragon og steinselju út í og látið vélina ganga í um 30 sek. Smakkið til með salti og meiri krafti ef þarf.

  5. Færið sósuna í lítinn pott eða skál og hyljið með loki þar til maturinn er borinn fram, en sósuna má ekki hita aftur upp

  6. Takið pokann með kjötinu úr vatnsbaðinu, fjarlægið kjötið úr pokanum og þerrið það vel á öllum hliðum.

  7. Hitið pönnu við mjög háan hita og kveikið á viftunni við eldavélina. Þegar pannan er orðin sjóðheit, bætið þá 1 msk olíu og smjörklípu út á pönnuna. Setjið kjötið á pönnuna og brúnið í um 30 sek á öllum hliðum eða þar til kjötið er fallega brúnað. Leyfið kjötinu að hvíla í 5 mín áður en það er skorið og borið fram.

  8. Berið fram með bökuðum kartöflum og fersku salati

Comments


bottom of page