Æðislegur og einfaldur kjúklingaréttur með sætum kartöflum, sveppasósu og stökku og fersku eplasalati sem passar svakalega vel með. Þessi er reglulegur gestur á matseðli fjölskyldunnar!
Fyrir 2:
Kjúklingabringur, 2 stk
Ferskt rósmarín, 3 g
Sætar kartöflur, 400 g
Sveppir, 60 g
Sveppakraftur, ½ teningur
Rautt epli, 1 stk / T.d. Pink lady
Klettasalat, 30 g
Rauðlaukur lítill, 1 stk
Rjómi, 150 ml
Hvítvín, 50 ml
Hunang, 1 tsk
Límónusafi, 1 tsk
Forhitið ofn í 180°C með blæstri
Skerið sæta kartöflu í bita og veltið upp úr olíu og salti. Dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í neðstu grind í ofni í 30-35 mín. Hrærið í þegar tíminn er sirka hálfnaður.
Tínið rósmarínlaufin af stilknum og saxið fínt. Setjið kjúklingabringur í skál með söxuðu rósmarín, olíu og salti eftir smekk. Blandið vel saman.
Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita. Steikið kjúklingabringurnar í 2,5 mín á hvorri hlið og færið svo í eldfast mót. Bakið í miðjum ofni í um 15 mín eða þar til kjúklingurinn er hvítur í gegn og fulleldaður.
Lækkið hitann á pönnunni í miðlungshita. Sneiðið sveppi. Bætið sveppum út á pönnuna, og steikið þar til þeir fara að mýkjast. Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Bætið rjóma og sveppakrafti út á pönnuna og látið malla rólega í nokkrar mín þar til sósan þykkist. Smakkið til með meiri sveppakrafti og salti ef þarf.
Pískið 1 msk af ólífuolíu saman við hunang og límónusafa.
Sneiðið epli og skerið rauðlauk eftir smekk í þunna strimla. Setjið klettasalat, epli og rauðlauk í skál og hellið salatdressingunni saman við rétt áður en maturinn er borinn fram. Blandið vel saman.
Comentários