top of page

Pulled pork tacos með ananas salsa og chipotle lime hrásalati

Þessar ljúffengu pulled pork tacos með sumarlegu ananas salsa og chipotle lime hrásalati eru frábært ástæða til þess að taka eins og einn laugardag frá í það að búa til góðan skammt af pulled pork.

Fyrir 2:

1 uppskrift Pulled pork

Tortilla kökur 6", 6 stk

Hvítkál, 180 g

Límóna, 1 stk

Japanskt mayo, 2 msk / Má vera venjulegt mayo

Sýrður rjómi, 1 msk

Chipotle mauk (Santa Maria), 1 tsk

Ferskur ananas, 100 g

Kirsuberjatómatar, 80 g

Jalapeno, 40 g

Kóríander, 5 g

Radísur, 2 stk

Lárpera, 1 stk

 
  1. Útbúið pulled pork eftir uppskrift.

  2. Hrærið saman mayo, sýrðan rjóma, chipotle mauk, börk af hálfu lime (passið að rífa ekki hvíta undirlagið með því það er beiskt á bragðið), kreistu af lime og góða klípu af salti.

  3. Sneiðið hvítkál mjög þunnt, helst með mandolíni. Setjið í skál og hrærið chipotle mayo blöndu saman við. Smakkið til með salti og meiri límónusafa ef þarf.

  4. Saxið ananas, kirsuberjatómata, jalapeno og kóríander. Blandið saman í skál og geymið í kæli.

  5. Sneiðið radísur þunnt og lárperu í sneiðar.

  6. Hitið tortilla kökur á heitri pönnu í stutta stund á hvorri hlið.

  7. Raðið chipotle lime hrásalati, kjöti, ananas salsa, lárperu og radísum í tortilla kökurnar og toppið með uppáhalds hot sósunni ykkar.


bottom of page