Þessar ljúffengu pulled pork tacos með sumarlegu ananas salsa og chipotle lime hrásalati eru frábært ástæða til þess að taka eins og einn laugardag frá í það að búa til góðan skammt af pulled pork.
Fyrir 2:
1 uppskrift Pulled pork
Tortilla kökur 6", 6 stk
Hvítkál, 180 g
Límóna, 1 stk
Japanskt mayo, 2 msk / Má vera venjulegt mayo
Sýrður rjómi, 1 msk
Chipotle mauk (Santa Maria), 1 tsk
Ferskur ananas, 100 g
Kirsuberjatómatar, 80 g
Jalapeno, 40 g
Kóríander, 5 g
Radísur, 2 stk
Lárpera, 1 stk
Útbúið pulled pork eftir uppskrift.
Hrærið saman mayo, sýrðan rjóma, chipotle mauk, börk af hálfu lime (passið að rífa ekki hvíta undirlagið með því það er beiskt á bragðið), kreistu af lime og góða klípu af salti.
Sneiðið hvítkál mjög þunnt, helst með mandolíni. Setjið í skál og hrærið chipotle mayo blöndu saman við. Smakkið til með salti og meiri límónusafa ef þarf.
Saxið ananas, kirsuberjatómata, jalapeno og kóríander. Blandið saman í skál og geymið í kæli.
Sneiðið radísur þunnt og lárperu í sneiðar.
Hitið tortilla kökur á heitri pönnu í stutta stund á hvorri hlið.
Raðið chipotle lime hrásalati, kjöti, ananas salsa, lárperu og radísum í tortilla kökurnar og toppið með uppáhalds hot sósunni ykkar.
Comments