top of page

Pulled pork taco

Gott pulled pork er eitt af því besta sem ég fæ, það er alveg hreint og klárt, enda er það oft á matseðlinum hérna í Laugardalnum.

Pulled pork er hægt borða á ótal vegu en að búa til tacos er án vafa ein sú auðveldasta og jafnframt ein sú ljúffengasta að mínu mati og þá sérstaklega með þessari ótrúlega einföldu sambal oelek sósu!


 

Pulled pork:

1-1,5 kg úrbeinaður grísahnakki í heilu lagi

1 tsk cumin

1 tsk reykt paprika

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk oregano

1 msk púðursykur

0,5 tsk borðsalt

1 gulrót

4 hvítlauksrif

1 rauðlaukur

2 msk sambal oelek

2 teningar kjúklingakraftur

250-500 ml vatn


Rauðkál í sýrðum rjóma:

180 gr rauðkál

40 grömm 10% sýrður rjómi

Kóríander eftir smekk

Lítið lime

Salt eftir smekk


Sambal oelek sósa:

130 gr 10% sýrður rjómi

1 msk sambal oelek

0,25 tsk cumin

Salt og pipar eftir smekk


Annað:

8 stk 6" tortillur

Kóríander eftir smekk

 
  1. Blandið saman cumin, reyktri papriku, hvítlauksdufti, oregano, púðursykri og salti í skál og hrærið vel saman.  Nuddið kryddblöndunni vel yfir grísahnakkann og setjið í 26CM steypujárnspott með loki eða eldfast mót með háum köntum.  Ef þið notið ofnfast mót án loks þurfið þið að hylja mótið vel með álpappír áður en það fer inn í ofn.

  2. Skerið gulrótina og rauðlaukinn gróflega, kremjið hvítlauksrifin og komið öllu fyrir meðfram kjötinu ásamt af sambal oelek og kjúklingakrafts teningum. Bætið við nægu vatni til að hylja 3/4 af svínahnakkanum og setjið inn í 120° ofn í 4-5 klukkustundir eða þar til hægt er að rífa kjötið auðveldlega í sundur með 2 göfflum.

  3. Leyfið kjötinu að jafna sig í 30 mín áður en þið rífið það í sundur og ausið nokkrum skeiðum af soðinu yfir kjötið eftir að það er rifið og blandið vel saman. Smakkið til með salti ef þess þarf. Ef tími gefst er mjög gott að setja soðið í pott og sjóða það aðeins niður til þess að gera það bragðmeira áður en því er blandað saman við kjötið

  4. Til að gera rauðkálið skerið þið það í þunna strimla (helst með mandolíni), saxið kóríander (líka stilkana) og hrærið saman við sýrða rjómann ásamt smá kreistu af lime safa. Saltið eftir smekk.

  5. Til að gera sambal oelek sósuna hrærið þið öll sósuhráefnin saman og saltið og piprið eftir smekk.

  6. Vefjið tortillum inn í álpappír og hitið í stutta stund í heitum ofni áður en maturinn er borinn fram.

Comments


bottom of page