top of page

Pizzasósa

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • Jun 5, 2018
  • 1 min read

Einföld og góða pizzasósa sem slær keyptar pizzasósur út hvaða dag sem er.


1 dós San Marzano tómatar

2 tsk ólífuolía

1 tsk hunang

1 hvítlauksrif

Handfylli basil

Salt eftir smekk

  1. Setjið smá olíu í lítinn pott og stillið á miðlungshita. Pressið hvítlauksrif saman við og steikið í um 1 mín eða þar til hvítlaukurinn er farinn að ilma.

  2. Kremjið San Marzano tómatana með höndunum og bætið út í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, basil og 1 tsk af hunangi. Náið upp suðu og lækkið svo hitann svo það malli hraustlega í pottinum. Látið malla í um 15 mín eða þar til sósan þykkist aðeins og smakkið svo til með salti.

Commenti


bottom of page