Pico de gallo er ómissandi ef þú ert að búa til tacos en smellpassar líka með grilluðum kjúkling og kjöti. Hefðin er að saxa jalapeno eða serrano chili saman við sem er virkilega ljúffengt en mér þykir betra að sleppa því þegar rétturinn er sterkur fyrir.
Kirsuberjatómatar, 150 g
Smátt saxaður rauðlaukur, 1 msk
Kóríander, smátt saxaður (líka stilkarnir), 4 g
Pressað hvítlauksrif, 1/2-1 stk (fer eftir stærð)
Lime safi, góð kreista
Extra virgin ólífuolía, smá sletta
Jalapeno, smátt saxað 1 msk (eða ekki, þú ræður)
Salt, eftir smekk
Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið vel. Smakkið ykkur til með salti, lime safa og hvítlauk.
Comments