Loaded Korean style franskar með osti, gochujang majó og beikoni
- Snorri 
- Jul 30
- 1 min read
Stökkt beikon, bráðinn ostur, rjúkandi franskar og Gochujang-mayo sem hittir á fullkomna blöndu af sætu og chili. Þetta er ekki máltíð – þetta er upplifun!
Þegar þig langar í eitthvað sem er bæði einfalt og sjúklega gott, þá er þetta rétti rétturinn. Svolítið messy, svolítið spicy en alveg ómótstæðilegt.

Franskar
500 g frosnar franskar (Ég notaði Avico super crunch)
2 msk olía (ólífuolía eða sesamolía)
Smá salt
Gochujang mayo
3 msk majónes
1,5 msk gochujang
1 tsk hrísgrjónaedik (eða sítrónusafi)
½ tsk hunang
1–2 tsk vatn (ef þarf að þynna)
Topping
Beikon, 40 g
1–2 vorlaukar, sneiddir
Kóríander saxaður, 5 g
1 msk ristuð sesamfræ
Rifinn ostur eftir smekk (val, t.d. cheddar eða mozzarella)
Kimchi sneitt gróflega, 50 g
- Raðið beikoni á ofnplötu og bakið í miðjum ofni við 200°C blástur í 10-14 mín eða þar til beikonið er stökkt og fallegt. Takið út og saxið. 
- Hækkið hitann á ofninum eftir leiðbeiningum á umbúðunum af frönskunum. Leggið franskar á bökunarplötu, dreypið yfir olíu og saltið. 
- Bakið þar til franskarnar eru gullinbrúnar og stökkar – oft 5–10 mínútum lengur en pakkinn segir. 
- Á meðan: hrærið saman gochujang mayo í skál. Þynnið aðeins með vatni ef sósan er of þykk. 
- Þegar franskarnar koma úr ofni, setjið þær á fat eða bakka. Stráið ostinum yfir franskarnar og toppið með beikoni. Bakið í 2-3 mín þar til osturinn er bráðnaður. 
- Dreypið gochujang mayo eftir smekk yfir franskarnar og berið restina fram til hliðar. Stráið vorlauk, kóríander, kimchi og sesamfræjum yfir. 







Comments