top of page

Loaded Korean style franskar með osti, gochujang majó og beikoni

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • Jul 30
  • 1 min read

Stökkt beikon, bráðinn ostur, rjúkandi franskar og Gochujang-mayo sem hittir á fullkomna blöndu af sætu og chili. Þetta er ekki máltíð – þetta er upplifun!

Þegar þig langar í eitthvað sem er bæði einfalt og sjúklega gott, þá er þetta rétti rétturinn. Svolítið messy, svolítið spicy en alveg ómótstæðilegt.

ree

Franskar

500 g frosnar franskar (Ég notaði Avico super crunch)

2 msk olía (ólífuolía eða sesamolía)

Smá salt


Gochujang mayo

3 msk majónes

1,5 msk gochujang

1 tsk hrísgrjónaedik (eða sítrónusafi)

½ tsk hunang

1–2 tsk vatn (ef þarf að þynna)


Topping

Beikon, 40 g

1–2 vorlaukar, sneiddir

Kóríander saxaður, 5 g

1 msk ristuð sesamfræ

Rifinn ostur eftir smekk (val, t.d. cheddar eða mozzarella)

Kimchi sneitt gróflega, 50 g


  1. Raðið beikoni á ofnplötu og bakið í miðjum ofni við 200°C blástur í 10-14 mín eða þar til beikonið er stökkt og fallegt. Takið út og saxið.

  2. Hækkið hitann á ofninum eftir leiðbeiningum á umbúðunum af frönskunum. Leggið franskar á bökunarplötu, dreypið yfir olíu og saltið.

  3. Bakið þar til franskarnar eru gullinbrúnar og stökkar – oft 5–10 mínútum lengur en pakkinn segir.

  4. Á meðan: hrærið saman gochujang mayo í skál. Þynnið aðeins með vatni ef sósan er of þykk.

  5. Þegar franskarnar koma úr ofni, setjið þær á fat eða bakka. Stráið ostinum yfir franskarnar og toppið með beikoni. Bakið í 2-3 mín þar til osturinn er bráðnaður.

  6. Dreypið gochujang mayo eftir smekk yfir franskarnar og berið restina fram til hliðar. Stráið vorlauk, kóríander, kimchi og sesamfræjum yfir.

ree

댓글


bottom of page