top of page

Ofnbakað lambalæri í kryddjurtahjúp með smjörbökuðum kartöflum og trönuberjasalati

Updated: Sep 6, 2020

Það er fátt betra og heimilslegra en gott lambalæri og það er algjörlega ómissandi um páskana þegar maður vill gera vel við sig og sína.


Hér búum við til bragðmikinn kryddjurtahjúp úr rósmarín, timían, sinnepi, hvítlauk og smá sojasósu og smyrjum yfir lambið, en ég gæti næstum því borðað þenna kryddjurtahjúp eintóman... næstum því!

Lambalæri, 2 kg

Hvítlaukur, 15 g

Rósmarínlauf fersk, 6 g

Timianlauf fersk, 3 g

Ólífuolía, 40 g

Dijon sinnep, 1 msk

Sojasósa, 1 msk

Flögusalt, 2 tsk


  1. Stillið ofn á 200 °C með yfir og undirhita.

  2. Maukið saman rósmarín, timian, hvítlauk, ólífuolíu, sinnep, sojasósu og salt þar til mjúk smyrjarnleg blanda hefur myndast.

  3. Þerrið kjötið og smyrjið svo vel með kryddjurtablöndunni. Stingið kjöthitamæli í þykkasta part kjötsins.

  4. Leggið lambið á ofngrindina í miðju ofnsins og setjið álpappírsklædda ofnplötu í næsta grind fyrir neðan til þess að grípa vökvann sem lekur úr lambinu.

  5. Bakið í 30 mín við 200°C og lækkið þá hitann í 175°C og bakið í um 60 mín til viðbótar. Ef toppurinn á kjötinu fer að brúnast of mikið yfir eldunartímann er gott að leggja álpappír yfir kjötið.

  6. Takið lambið úr ofninum og látið hvíla undir álpappír í 15 mín áður en það er skorið.

 

Kartöflur, 1 kg

Smjör, 40 g

Salt, 40 g

Vatn, 1 líter


  1. Setjið 1 líter af vatni í pott ásamt saltinu og náið upp suðu. Skerið kartöflur í bita og sjóðið í 8 mín.

  2. Sigtið vatnið frá kartöflunum, dreifið þeim yfir hreint eldhússtykki og leyfið að gufa í nokkrar mín.

  3. Bræðið smjörið við vægan hita í pottinum og veltið kartöflunum svo upp úr smjörinu þar til kartöflurnar eru allar vel huldar smjöri.

  4. Dreifið kartöflunum yfir ofnplötu með bökunarpappír og setjið inn í neðstu grind í ofninum þegar um 20 mín eru eftir af eldunartíma lambsins.

  5. Bakið kartöflurnar við 200 ° yfir og undirhita í 20 mín en breytið í blástur þegar lambið er tekið úr ofninum. Bakið áfram í um 15-20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar fallega gylltar, stökkar að utan en mjúkar að innan. Hrærið nokkrum sinnum í kartöflunum yfir bökunartíman svo þær brenni ekki á botninum.

 

Rjómi, 500 ml

Sýrður rjómi 10%, 2 dl

Kjúklingakraftur (duft), 2 tsk / Oscar

Lambakraftur (duft), 4 tsk / Oscar Sojasósa, 4 tsk

Provance krydd, 4 tsk

Sósulitur eftir smekk

Sósuþykkir eftir smekk


  1. Setjið allt hráefnið fyrir sósuna saman í pott og látið malla við vægan hita í 20-30 mín. Smakkið til með salti ef þarf. Notið sósujafnara og sósulit eftir smekk.

 

Salatblanda, 80 g

Fetaostur í kryddlegi, 80 g

Rauðlaukur, ¼ stk lítill

Graskersfræ, 5 msk

Trönuber þurrkuð, 5 msk

Smátómatar, 100 g


  1. Sneiðið rauðlauk mjög þunnt, skerið tómata í bita og rífið salatblöndu eftir smekk.

  2. Setjið öll hráefnin fyrir salatið saman í skál ásamt svolitlu af olíunni af fetaostinum og blandið vel saman.

Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.
bottom of page