top of page

Nduja & chorizo pizza með hunangi og heimalagaðri pizzasósu

Nduja er heitkrydduð kryddpylsa kemur frá Calabriu á suður Ítalíu og hefur lengi verið illfáanleg hér á landi. Nú geta matgæðingar landsins þó tekið gleði sína þar sem bragðbomban er loksins fáanleg í búðum undir merkjum Tariello, sem framleiða sínar vörur í Þykkabæ.


Fyrir þá sem vilja smá hita á pizzuna sína er nduja fullkomið álegg! Mér þykir nduja og hunang parast sérstaklega vel saman á pizzu þar sem sætan í hunanginu vinnur vel með hitanum frá nduja'nu.


Í heimalöguðu pizzasósuna nota ég san marzano tómata, en þeir eru þekktir fyrir að hafa sætara og ríkara bragð en venjulegir tómatar og heimalagað pizzasósan lætur pizzuna bragðast mun ferskari en með aðkeyptri sósu (þó það megi alveg nota aðkeyptar sósur líka).


Fyrir mig er þetta núna orðin topp föstudagspizzan. Mæli með!


San marzano tómatar, 1 dós

Hvítlaukur, 1 rif

Hunang, 15 ml

Basilíka stilkur og lauf, 5 g

Pizzadeig, 220 g

Nduja (Tariello), 50 g

Chorizo, 40 g

Laukur sneiddur, 20 g

Parmesanostur, 5 g

Mozzarella, 120 g

Klettasalat, 10 g

 

  1. Setjið smá olíu í lítinn pott og stillið á miðlungshita. Pressið hvítlauksrif saman við og steikið í stutt stund þar til hvítlaukurinn fer að ilma.

  2. Kremjið San Marzano tómatana með höndunum og bætið út í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, basilíkunni og 1 tsk af hunangi. Náið upp suðu og lækkið svo hitann svo það malli hraustlega í pottinum. Látið malla í um 15 mín eða þar til sósan þykkist aðeins og smakkið svo til með salti.

  3. Takið pizzabotninn úr kæli amk 1 klst áður en elda á pizzuna.

  4. Setjið pizzastein í neðstu grind í ofni og stillið á hæsta hita (300°C helst). Látið steininn hitna á meðan unnið er í öðru.

  5. Dreifið svolitlu hveiti yfir borðið og notið hendurnar til þess að fletja pizzabotninn út í um 12“ hring og leggið svo á bökunarpappír. Best er að vinna út frá miðju deigsins í átt að kantinum og reyna að hlífa um 1,5 cm af kantinum við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu ýtt út í kantinn sem verður til þess að hann lyftist mun betur.

  6. Dreifið sósu yfir pizzabotninn og því næst osti. Raðið chorizo á pizzuna og dreifið svo nduja og lauk yfir.

  7. Færið pizzuna á pizzasteininn og bakið þar til pizzan er fallega gyllt og ljúffeng.

  8. Toppið með hunangi, klettasalati og parmesan.



Comments


bottom of page