top of page

Nauta enchiladas með beikoni, rjómaosti og jalapeno

Mjúkar hveiti tortillur fylltar með nautakjöti, beikoni, jalapeno og rjómaosti, toppaðar með bragðmikilli heimalagaðri enchiladasósu, bræddum osti og bornar fram með fersku lárperusalati.


Hér erum við sko að tala um "comfort food" í hæsta gæðaflokki sem tikkar í öll réttu boxin og sendir engan svekktan frá matarborðinu.


Þessi uppskrift er fyrir 3 eða 2 mjög svanga

Enchilada sósa:

Passata, 400 g

Kjúklingasoð, 2 dl

Hveiti, 2 msk

Smjör, 30 g

Chipotle mauk, 1 tsk

Kjúklingakraftur, 1 tsk

Hvítlauksduft, 1 tsk

Laukduft, 1 tsk

Oregano, 1 tsk

Cayenne pipar, 0,5 tsk

Salt eftir smekk


Enchiladas:

Ungnautahakk, 500 g

Beikon, 5 sneiðar

Litlar tortilla vefjur, 8 stk (1 pakki)

Tómatpúrra, 2 msk

Chipotle mauk, 1 tsk

Chunky salsa sósa, 230 g (1 krukka)

Rjómaostur, 50 g

Jalapeno, 15 g

Kjötkraftur, 1 tsk / Oscar

Kjúklingakraftur, 1 tsk / Oscar

Cumin, 1 tsk

Mexico fiesta, 2 tsk / Pottagaldrar

Pizzaostur, 100 g

Lárpera, 1 stk

Kirsuberjatómatar, 100 g

Kóríander, 5 g

 
  1. Bræðið smjör í littlum potti og pískið hveiti saman við. Látið svo smjörbolluna eldast í 1-2 mín en hrærið stanslaust í.

  2. Bætið restinni af hráefnunum fyrir enchilada sósuna út í pottinn á látið malla rólega þar til sósan hefur þykkst aðeins. Smakkið til með salti og geymið undir loki.

  3. Stillið ofn á 180 °C með blæstri.

  4. Skerið beikon í bita. Hitið olíu á pönnu og steikið beikonbitana þar til þeir eru nánast fulleldaðir. Bætið hakki út á pönnuna og steikið þar til það er fulleldað.

  5. Saxið jalapeno og bætið út á pönnuna ásamt tómatpúrru og steikið í 2 mín. Bætið svo salsa sósu, chipotle mauki, rjómaosti, kjötkrafti, kjúklingakrafti, cumin og mexico fiesta kryddblöndu út á pönnuna og látið malla í nokkrar mín. Smakkið til með salti.

  6. Hitið tortilla vefjurnar í 30 sek í örbylgjuofni til að mýkja þær, en þá er auðveldara að rúlla þeim upp.

  7. Skiptið kjötblöndunni jafnt á milli tortilla vefjanna og rúllið þeim þétt upp. Leggið þær í eldfast mót og hellið svo enchilada sósunni yfir og meðfram þeim. Toppið með osti og bakið í miðjum ofni í 20 mín.

  8. Skerið tómata og lárperu í bita og saxið kóríander. Berið fram með til hliðar


Endilega taggið mig á instagram ef þið eldið frá mér uppskrift!


Comments


bottom of page