
Ef þú ert eins og ég þá endarðu oft með of mikið af kryddjurtum í ísskápnum sem eiga það í hættu að skemmast en góð leið til að nýta basil sem maður á aflögu er að gera úr því pestó. Hér er á ferðinni einfaldur pastaréttur sem tekur ekki lengri tíma að útbúa en suðutíminn á pastanu sem er notað.
Fyrir 2:
Fersk basil lauf, 15 g
Fersk myntulauf, 5 g
Furuhnetur, 20 g
Hvítlauksrif, 2 g / Grófsaxað
Parmesan, 10 g / Rifinn fínt
Hlynsýróp, 1 msk
Edamame baunir, 75 g (frosnar)
Extra virgin ólífuolía, 3 msk
Salt, 0,5 tsk
Pastavatn, 2-3 msk
Pasta (t.d. rigatone eða mezzi paccheri), 200 g
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum. Munið að geyma 3 msk af pastavatni áður en pastað er sigtað frá.
Á meðan pasta sýður setjið basil og myntulauf í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, furuhnetum, hlynsýrópi, olíu og salti. Látið vélina ganga þar blandan er orðin múk og skafið niður hliðar skálarinnar með sleikju eftir þörfum svo allt blandist saman. Bætið parmesan osti út í og látið vélina ganga í stutta stund.
Setjið edamame baunirnar í sigti og dífið ofan í pastavatnið 2 mín áður en pastað er tilbúið til að hita þær í gegn.
Bætið 2-3 msk af pastavatni út í pestóið og látið vélina ganga í smástund. Smakkið til með salti ef þarf.
Sigitið vatnið frá pastanu og setjið í skál með pestó og edamame baunum og blandið vel saman. Rífið smá parmesan ost yfir og rífið nokkur lítil basil og myntu lauf yfir.
Comments