top of page

Mexíkósk tígrisrækju taco með hot chili sósu, lárperu og grænmeti

Hér er kominn uppskrift sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara fyrir næsta taco þriðjudag (eða bara hvað dag vikunnar sem er!). Marineraðar tígrisrækjur í mjúkum tortilla vefjum með fullt af grænmeti og geggjaðri hot chili sósu sem er sæt, pínulítið súr og passar svakalega vel með rækjunum.

Tígrisrækjur frá Sælkerafiski, 2 pakkar

Reykt paprika, 1,5 tsk

Cumin, 1,5 tsk

Hvítlaukur, 2 stór rif

Mission street food tortillas, 2 pakkar

Heinz Hot Chilli sósa, 1 flaska

Heinz Seriously Good majónes, 1 flaska

Rauðkál og/eða hvítkál, 300 g

Lárpera, 2 stk

Radísur, 5 stk

Smátómatar, 250 g

Rauðlaukur, 1 stk

Salatostur, 150 g

Kóríander, eftir smekk

  1. Afþýðið rækjur og setjið í skál með olíu, reyktri papriku, cumin og 1,5 tsk af flögusalti. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.

  2. Sneiðið rauðkál/hvítkál mjög þunnt, helst með mandolíni (farið varlega!). Skerið tómata í litla bita ásamt rauðlauk. Myljið salatost. Sneiðið radísur þunnt.

  3. Hitið tortilla vefjur á heitri pönnu í um 20 sek á hvorri hlið. Pakkið vefjunum inn í hreint viskastykki svo þær haldist heitar og mjúkar.

  4. Steikið rækjur við háan hita í um 1,5 mín á hvorri hlið. Smakkið til með salti ef þarf.

  5. Sneiðið lárperu og saxið kóríander eftir smekk.

  6. Smyrjið majónesi í tortilla vefjurnar og raðið svo káli, rækjum, Heinz Hot Chilli sósu, grænmeti, lárperu og osti í þær. Toppið með kóríander eftir smekk.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum Daginn Girnilegan

Comments


bottom of page