top of page

Marinerað lamba prime með stökku grænkáli, gulrótar purée og heimalöguðu kryddsmjöri

Íslenskt lambakjöt er æðislegt, eins og við vitum öll. Það þarf ekki mikið til að láta það njóta sín eins og hér er gert. Fá hráefni, tiltörulega einföld matreiðsla en útkoman algjört lostæti.


þetta gulrótarpurée með bakaða hvítlauknum er algjört sælgæti og grænkálið kemur stökkt á móti sem gerir það sérstaklega gaman að borða þennan rétt, eða mér þykir það að minnsta kosti.


Ég mæli með að gera þessa við gott tilefni þegar gera á vel við sig og sína!

Lamba prime, 2x 250 g

Lambakrydd úr 1001 nótt, 1 tsk / Pottagaldrar

Hvítlaukur, 4 rif

Kartöflur, 350 g

Gulrætur, 200 g

Steinselja, 5 g

Grænkál, 40 g

Smjör, 40 g

  1. Setjið lambakjötið í skál með olíu, 1 tsk af flögusalti, lambakryddi og 1 pressuðu hvítlauksrifi. Látið marinerast í a.m.k. 1 klst eða yfir nótt.

  2. Takið kjötið úr kæli 1 klst áður en elda á matinn ásamt 40 g af smjöri.

  3. Setjið smjörið í skál þegar það er orðið mjúkt ásamt smá salti, 1 pressuðu hvítlauksrifi og saxið helminginn af steinseljunni saman við. Stappið vel saman.

  4. Skerið kartöflur í bita og veltið upp úr olíu og salti. Dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 30-35 mín. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður. Pakkið restinni af hvítlauk þétt inn í álpappír ásamt smá olíu og salti. Bakið inni í ofni með kartöflunum í 30 mín. Saxið restina af steinseljunni og stráið yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum.

  5. Skrælið gulrætur og skerið í bita. Setjið í lítinn pott ásamt svolitlu salti og hyljið með vatni. Náið upp suðu og sjóðið gulræturnar í 10-15 mín eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Maukið gulræturnar og bakaða hvítlaukinn með töfrasprota. Bætið við smjöri eftir þörfum þar til silkimjúkt purée hefur myndast. Smakkið til með salti.

  6. Hitið olíu á pönnu við miðlungshita og brúnið lambakjötið á öllum hliðum í um 5 mín samtals.

  7. Færið kjötið í eldfast mót og bakið í um 12-15 mín eða þar til kjarnhiti hefur náð 65°C. Gott er að notast við kjöthitamæli til þess að tryggja að réttum kjarnhita hafi verið náð. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mín áður en skorið er í það.

  8. Rífið grænkál frá stilkunum í munnbitastærðir. Veltið upp úr olíu og smá salti og dreifið yfir ofnplötu. Bakið inni í ofni í 5-7 mín eða þar til grænkálið er orðið stökkt.

  9. Berið fram marinerað lamba prime með stökku grænkáli, gulrótar purée og heimalöguðu kryddsmjöri.


bottom of page