top of page

Kjúklinga karrý með kasjúhnetum

Updated: Jun 10, 2018

Bragðmikið indverskt kjúklinga karrý sem svíkur engann. Fenugreek fæst hjá Krydd & tehúsinu í Hafnarfirði eða þá hjá Pottagöldrum.

 

Kjúklingabringur í bitum, 400 g

Smjör, 2 msk

Kókosmjólk, 200 ml

Tikka masala karrí mauk, 2 msk

Fenugreek, 1 tsk

Laukur, 1/2 stk

Hvítlaukur, 1 rif

Kjúklingasoð, 100 ml

Grænn chili, 1 stk

Saffran, nokkrir þræðir

Kasjúhnetur, 30 g

Kóríander eftir smekk

Basmati grjón

Gott mangó chutney

 

1. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklinginn við háan hita, takið til hliðar og lækkið hitann.

2. Sneiðið lauk, fræhreinsið og sneiðið chili og saxið hvítlauk smátt.

3 Steikið laukinn þar til hann er mjúkur og bætið þá kjúkling, hvítlauk og smjöri út á pönnuna, hrærið vel og steikið í 1 mín.

4. Bætið karrímauki út á ásamt chili og steikið áfram í 2 mín. Bætið saffran, fenugreek, kjúklingasoði, kókosmjólk út á ásamt svolitlu salti.

5. Lækkið hitann ögn og látið malla undir loki í 10-15 mín eða þar til kjúklingur er fulleldaður.

6. Berið fram með Basmati grjónum, kóríander og góðu mangó chutney.

Comments


bottom of page