top of page

Kimchi smassborgari

Stundum er gaman að breyta aðeins til frá venjulegu hamborgunum og fara í smá ferðalag með bragðlaukana, en þessi kimchi borgari er algjört lostæti fyrir ævintýragjarna.


Kimchi kemur frá Kóreu og er kínakál (napa cabbage) súrsað með hvítlauk, chili, engifer, fiski og fleiru, en bragðið af því er súrt, sætt og heitt á saman tíma. Algjört lostæti!


Ég steikti þennan borgara með aðferðinni hans Kenji Lopez frá Serious Eats, en hann notar tvo stál steikarspaða (sá fyrri til að fletja borgarann og hinn seinni til að þrýsta hinum betur niður) til þess að fletja borgarann mjög þunnt á rjúkandi heita steypujárnspönnu og fá sem besta brúnun. Mæli klárlega með!


 

Smassborgarar, 2x 100 g

Hamborgarabrauð lítil, 2 stk

Maribo ostur, 2 sneiðar

Gochujang, 10 ml (Fæst í Mai Thai við Hlemm)

Japanskt mayo, 60 ml (Má vera venjulegt mayo)

Kimchi, 160 g (Fæst í Mai Thai við Hlemm)

Kóríander, 2 g

 
  1. Hrærið gochujang saman við mayo og ögn af salti.

  2. Saxið kimchi gróflega.

  3. Hitið steypujárnspönnu og ristið brauðin á henni þar til gullinbrún.

  4. Smyrjið brauðin með sósu og hafið klár til hliðar áður en kjötið er eldað.

  5. Spreyið eða nuddið ögn af olíu á pönnuna og bíðið þar til hún er rjúkandi heit. Setjið borgara á pönnuna og notið stálspaðana til að fletja borgarann niður í sirka 0,75-1cm þykkt og steikið í um 1-1.5 mín. Saltið og piprið ögn, snúið og setjið ost á kjötið. Setjið lok á pönnuna og bíðið í 30 sek þar til osturinn er bráðnaður.

  6. Setjið kjötið í neðra brauðið, toppið með kimchi og kóríander.

Comments


bottom of page