top of page

Karamellu poppkorn

Updated: Jun 10, 2018


Það er ekki aftur snúið eftir að þú hefur gert þitt eigið karamellu poppkorn. Og það er auðveldara en þú heldur!

 

90 grömm poppað popp (t.d. 1 poki Stjörnupopp) 1/2 bolli púðursykur 1/4 bolli dökkt maíssýróp 30 grömm ósaltað smjör 1/2 teskeið vanilludropar 1/4 teskeið salt 1/4 teskeið matarsódi

 
  1. Setjið púðursykurinn, sýrópið, smjörið og saltið í lítinn pott á miðlungshita og hrærið vandlega þar til upp kemur suða.

  2. Látið sjóða í 5 mín án þess að hræra, takið svo af hitanum og hrærið vanilludropunum og matarsódanum vandlega saman við.

  3. Blandið vel saman poppinu og karamellunni í stórri skál en farið varlega þar sem karamellan er mjög heit.

  4. Dreifið úr poppinu á bökunarplötu með pökunarpappír, setjið inn í 120° heitann ofn. Bakið í 45 mín og hrærið í því stöku sinnum.

  5. Fjarlægið poppið af heitri plötunni og leyfið að kólna þar til þið getið meðhöndlað það með höndunum og losað poppið í sundur ef þess þarf.

  6. Geymið í lokuðu íláti í allt að 2 vikur.

bottom of page