top of page

Jalapeno borgari með sveppum og chipotle sósu

Þessir bragðmiklu jalapeno borgarar eru ljúffengur valkostur fyrir þá sem vilja hafa smá auka hita í borgarakvöldinu sínu.

Fyrir 4:

Ungnautahakk, 480 g

Hamborgarabrauð, 4 stk

Cheddar ostur, 8 þykkar sneiðar

Sveppir, 70 g

Taco krydd (Santa Maria), 40 ml

Mayo, 100 ml

Sýrður rjómi, 20 ml

Salsa sósa, 30 ml

Chipotle mauk (Santa Maria), 10 ml

Íssalat, eftir smekk

Jalapeno, eftir smekk

 
  1. Hrærið saman mayo, sýrðum rjóma, salsa sósu og chipotle mauki. Smakkið til með salti og geymið í kæli.

  2. Sneiðið sveppi þunnt og steikið í smá olíu þar til þeir eru fulleldaðir og aðeins farnir að brúnast.

  3. Setjið nautahakk í skál og blandið taco kryddi vel saman við en reynið að ofverka kjötið ekki því þá verða borgararnir of þéttir í sér.

  4. Hitið pönnu við meðalháan hita og ristið brauðin í smástund þar til þau verða gyllt og falleg.

  5. Mótið 4 buff sem eru aðeins stærri en hamborgarabrauðin að stærð (Það er gott er að gera dæld í miðju kjötsins með þumlinum, en þá skreppur kjötið minna saman við eldun) og grillið eða steikið borgarana í um 2.5-3 mín á hvorri hlið. Saltið smá.

  6. Þegar litlar vökvaperlur eru farnar að myndast í köntum kjötsins er kominn tími til þess að snúa, setja 2 sneiðar af osti á hvern borgara og setja lokið á pönnuna/loka grillinu þar til osturinn er bráðnaður fallega.

  7. Raðið sósu, káli, kjöti, sveppum jalapeno og svo meiri sósu í brauðin og berið fram.

bottom of page