top of page

Ítölsk gulrótarkaka með sætum vanillurjóma

Updated: Apr 25, 2020

Gulrótarkökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég fæ sjaldan staðist að fá mér að minnsta kosti eina sneið þegar þær eru á boðstólum.

Hér er á ferðinni örlítið frábrugðin gulrótarkaka, en kakan er gerð úr blöndu af venjulegu hveiti og möndlumjöli og í stað hefðbundins rjómaostakrems er kakan toppuð með heimagerðum vanillurjóma og appelsínuberki.

Útkoman er ljúffeng krydduð kaka sem er örlítið blaut og með mildum hnetukeim. Bon appetit!

Gulrætur, 300 g

Hveiti, 85 g

Salt, 1/4 tsk

Lyftiduft, 2,5 tsk

Kanil, 1 tsk

Engiferduft, 1 tsk

Múskat, 0,5 tsk

Negull, 0,5 tsk

Möndlumjöl, 190 g

Egg, 5 stk

Sykur, 250 g

Vanilludropar, 2 tsk

Rjómi, 250 ml

Vanillustöng, 1 stk

Flórsykur, 6-8 msk + smá auka yfir kökuna.

Appelsína, 1 stk

 
  1. Hitið ofn að 180°C með yfir og undirhita.

  2. Smyrjið 20CM springform með smjöri.

  3. Pískið saman hveiti, salt, lyftiduft, kanil, engiferduft, múskat, negul og möndlumjöl.

  4. Rífið gulrætur með fínu rifjárni. Aðskiljið eggjahvíturnar og eggjarauðurnar en setjið eggjarauðurnar í stóra skál.

  5. Þeytið sykur og eggjarauður saman þar til blandan er búin að þykkjast og er ljósgul.

  6. Hrærið þurrefnablöndunni saman við eggjablönduna í nokkrum skömmtum. Blandan verður mjög þykk undir lokin og þá er best að nota hendurnar til að blanda öllu vel saman. Hrærið gulrótunum og vanilludropum saman við kökudeigið.

  7. Þeytið eggjahvíturnar þar til eru stífar. Notið sleikju til þess að blanda eggjahvítunum varlega saman við kökudeigið í 3 skömmtum.

  8. Hellið kökudeiginu í springformið og bakið í miðjum ofni í 1 klst. Leyfið kökunni að kólna í 30 mín áður en springformið er opnað og svo í 1 klst til viðbótar áður en botninn er fjarlægður.

  9. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin innan úr. Setjið rjómann í skál ásamt vanillunni og 6 msk af flórsykri. Þeytið með handþeytara þar til rjóminn hefur náð hæfilegri þykkt og smakkið til með meiri flórsykri ef vill.

  10. Stráið flórsykri yfir kökuna or rífið appelsínubörk yfir áður en kakan er borin fram með vanillurjóma til hliðar.
Comments


bottom of page