top of page

Hvítvínslagað lúxus bolognese með beikoni

Þetta dýrindis hvítvínslagaða bolognese með beikoni kemst upp á næsta stig þökk sé hágæða San Marzano tómötum og því að fá að malla í góðan klukkutíma.


Ég mæli sérstaklega mikið með því að verða sér úti um eitthvað gott pasta fyrir þessa uppskrift, en ég notaði Trecce Rigate frá Tariello sem fæst í Melabúðinni ásamt San Marzano tómötunum.

Fyrir 4:

Nautahakk, 500 g

Beikon, 4 sneiðar

Gulrætur, 100 g

Laukur, 100 g

Hvítlaukur, 2 rif

Tómatpúrra, 2 msk

Hvítvín, 1 dl

San Marzano tómatar, 2 dósir / Strianese, fást í Melabúðinni

Ítalskt pastakrydd, 1 msk / Pottagaldrar

Nautakraftur, 1 msk / Oscar

Smjör, 3 msk

Basil, 8 g

Steinselja, 8 g

Pasta, 300 g

 
  1. Skrælið lauk og gulrætur og saxið smátt. Skerið beikon í litla bita.

  2. Steikið hakk við frekar háan hita, helst í steypujárnspotti þar til það er fallega brúnað. Færið það svo á disk og hellið megninu af olíunni úr pottinum.

  3. Setjið beikon út í pottinn og steikið þar til það fer aðeins að taka lit. Lækkið hitann á pottinum, bætið lauk og gulrótum út í og steikið þar til laukurinn er orðinn mjúkur og aðeins farinn að taka lit, en varist að hann byrji að brúnast, sirka 10-12 mín.

  4. Pressið hvítlauk út í pottinn og steikið í um 30-60 sek. Bætið tómatpúrru út í og steikið í nokkrar mín. Bætið hvítvíni út í og látið það sjóða niður.

  5. Bætið hakkinu aftur út í pottinn ásamt Ítalskri kryddblöndu, nautakraft, 1.5 tsk salti og San Marzano tómötunum og kremjið þá aðeins með spaðanum.

  6. Lækkið hitann í lága stillingu svo það réttu kraumi í pottinum og látið malla undir loki í 1 klst, en hrærið einstaka sinnum í.

  7. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningunni en takið frá 0.5 dl af pastavatni áður en vatninu er hellt frá.

  8. Saxið basil og steinselju. Bætið pastavatni og smjöri út í bolognese'ið og látið suðu koma upp í stutta stund þar til sterkjan í pastavatninu virkjast og sósan þykknar aðeins. Smakkið til með salti.

  9. Hrærið basil og steinselju saman við réttinn ásamt pastanu rétt áður en maturinn er borinn fram.

  10. Berið fram með parmesan og hvítlauksbrauði.

bottom of page