Harissa og hunangsgljáð bleikja með fetaostasósu og appelsínusalati
- Snorri 
- Jul 19, 2022
- 1 min read
Stórkostlega bragðgóður bleikjuréttur með suðrænu ívafi. Gljáinn er svo svakalega góður, örlítið spicy en appelsínusalatið og fetaostasósan koma kælandi á móti og passa fullkomlega saman við. Mæli mikið með!

Bleikja, 500 g
Harissa, 1 msk
Hunang, 2 msk
Hvítlauksrif, 1 stk
Brún hrísgrjón, 120 ml
Steinselja, 8 g
Sítróna, 1 stk
Fetaostur hreinn, 40 g
Majónes, 50 g
Sýrður rjómi 18%, 50 g
Dill, 5 g
Appelsína, 1 stk
Lárpera, 1 stk
Heslihnetur, 15 g
Rauðlaukur, ½ stk lítill
Salatblanda, 50 g
- Forhitið ofn í 180°C með blæstri. 
- Setjið 240 ml af vatni í lítinn pott ásamt svolitlu salti. Náið upp suðu og bætið hrísgrjónum út í pottinn. Lækkið hitann svo það kraumi rólega í vatninu og látið malla undir loki í 30 mín. Takið af hitanum og látið standa í 10 mín. 
- Saxið steinselju og rífið sítrónubörk (varist að taka hvíta undirlagið með). Hrærið steinselju og sítrónuberki saman við hrísgrjónin rétt áður en maturinn er borinn fram. 
- Hrærið saman harissa mauki, hunangi og 1 pressuðu hvítlauksrifi. Pennslið bleikjuna með harissa hunangsblöndunni og bakið í miðjum ofni í 10-12 mín eða þar til bleikjan er fullelduð og losnar auðveldlega í sundur. 
- Stappið fetaost saman við majónes og sýrðan rjóma. Saxið dill og hrærið saman við sósuna ásamt smá sítrónusafa. Smakkið til með salti og meiri sítrónusafa ef þarf. 
- Skerið börkinn utan af appelsínunni og skerið svo bátana frá án himnunnar. Það gerið þið með því að halda appelsínunni í hendinni og renna beittum hníf varlega sitt hvoru megin meðfram himnunni á hverjum bát og að miðju appelsínunnar, en þá ætti báturinn að losna auðveldlega frá. 
- Sneiðið rauðlauk, grófsaxið heslihnetur, rífið salatblöndu og skerið lárperu í bita. Blandið saman appelsínubátum, rauðlauk, lárperu, heslihnetum og salatblöndu í skál ásamt smá ólífuolíu. 






Comments