top of page

Harissa kryddaðar franskar með Tzatzikisósu

Algjörlega ómótstæðilegar franskar kartöflur með smá "kicki" sem smellpassa með til dæmis grillmat eða kjúkling. Þetta er uppáhalds leiðin mín til að bera fram franskar kartöflur og Tzatzikisósan er ómissandi með!

Sem meðlæti fyrir 2:

Japanskt majónes, 40 ml

Sýrður rjómi, 40 ml

Tzatziki kryddblanda, 2 tsk / Kryddhúsið

Salt eftir smekk

Franskar kartöflur, 400 g / Ég nota Aviko Super Crunch

Marokkósk harissa kryddblanda, 0,5 tsk / Kryddhúsið

Hvítlauksduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið

Paprikuduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið

Kóríander eða steinselja, 3 g

 
  1. Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og Tzatziki kryddblöndu. Smakkið til með salti og geymið í kæli.

  2. Setjið frönsku kartöflurnar í stóra skál og veltið upp úr olíu og salti.

  3. Dreifið frönsku kartöflunum yfir bökunarplötu með ofnpappír og bakið eftir leiðbeningum á umbúðum en hrærið í 2-3 yfir bökunartímann.

  4. Saxið kóríander eða steinselju mjög smátt.

  5. Færið bökuðu frönsku kartöflurnar í stóra skál á meðan þær eru enn heitar og kryddið með harissa kryddi, hvítlauksduft og papriku. Veltið kartöflunum vel upp úr kryddinu og stráið söxuðum kóríander eða steinselju yfir og blandið saman við frönsku kartöflurnar.

bottom of page