Dúnmjúkir gnocchi púðar umvafðir ljúffengri pestósu með parmesan og helling af basilíku. Algjör veisla!
Þessi réttur er algjör bjargvættur í miðri viku þegar tíminn er af skornum skammti og mann langar samt í eitthvað ljúffengt, en þessi réttur tekur ekki nema um 5 mín í framkvæmd ef frá er talið að sjóða vatn!
Ferskt gnocchi frá Rana, 500 g
Rjómi, 100 ml
Rautt pestó, 4 msk / Ég notaði Filippo Berio
Parmesan, 15 g
Basil, 8 g
Kallo tómat & jurtateningur, 0,5 stk
Herbs provance krydd, 1,5 tsk
Setjið vatn í pott með svolitlu salti og náið upp suðu.
Setjið rjóma, rautt pestó, hálfan tómat og jurtatening og herbs provance krydd út á pönnu og hrærið vel í. Stillið á miðlungshita og rífið rúmlega af parmesanostinum saman við. Látið sósuna malla í stuttta stund á meðan gnocchi sýður. Smakkið til með salti ef þarf.
Sjóðið gnocchi í 2 mín og setjið það svo út á pönnuna með pestó rjómasósunni ásamt smá af vatninu úr pottinum og veltið gnocchi'inu upp úr sósunni þar til sósan er hæfilega þykk og þekur gnocchi'ið vel.
Saxið basil og hrærið saman við réttinn og rífið restina af parmesan yfir.
Comments