top of page

Gnocchi bolognese með beikoni og parmesan

Gnocchi þykir mér ansi oft gleymast þegar fólk talar um pasta. Ég er virkilega hrifinn af því og þykir það skemmtilegt undir tönn. Svo sakar ekki að það tekur ekki nema um 2 mín að sjóða það (þegar gnocchi'ið byrjar að fljóta þá er það tilbúið).

Hér nota ég gnocchi í þetta geggjaða beikon og parmesan bolognese sem hefur slegið í gegn hjá öllum sem ég hef boðið upp á það og ég er nokkuð viss um að það eigi eftir að slá í gegn hjá þér líka!

Fyrir 4:

Blandað hakk, 500 g

Beikon, 5 sneiðar

Gnocchi, 500 g / De Cecco, fæst í t.d. Fjarðarkaup

Gulrót, 80 g

Laukur, 60 g

Sellerí, 70 g

Hvítlaukur, 2 rif

Tómatpúrra, 2 msk

Hvítvín, 60 ml

Kjötkraftur, 0,5 msk / Oscar

Kjúklingakraftur, 0,5 msk / Oscar

Niðursoðnir tómatar, 400 g

Parmesanostur, 50 g

Roasted pepper pesto, 80 g / Filippo Berio

Rjómi, 0,5 dl

Steinselja fersk, 8 g

Basilíka fersk, 8 g

  1. Skerið beikon í bita og steikið á pönnu þar til það er fulleldað. Takið til hliðar.

  2. Skerið gulrætur, sellerí og lauk í litla bita. Steikið gulrætur, sellerí og lauk með smá salti þar til grænmetið er farið að mýkjast. Pressið hvítlauk út á pönnnuna og steikið þar til hvítlaukurinn byrjar að ilma.

  3. Bætið kjötinu út á pönnuna og steikið þar til það er fulleldað. Bragðbætið með kjöt og kjúklingakrafti.

  4. Bætið tómatpúrru út á pönnuna og steikið í stutta stund. Bætið hvítvíni út á pönuna og látið sjóða niður í stutta stund.

  5. Bætið niðursoðnum tómötum, beikoni og pestó út á pönnuna og blandið vel saman. Rífið helminginn af parmesanostinum saman við og látið malla rólega undir loki í 15 mín.

  6. Takið lokið af pönnunni og látið kjötsósuna sjóða niður í 15 mín. Bætið svo út í og látið malla rólega á meðan gnocchi er soðið

  7. Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af vatni og náið upp suðu. Bætið gnocchi út í pottinn og sjóðið í um 2 mín. Þegar gnocchi bitarnir rísa upp á yfirborðið og fljóta þar eru þeir tilbúnir.

  8. Bætið gnocchi út í kjötsósuna og blandið vel saman. Saxið steinselju og basilíku og blandið saman við réttinn. Smakkið til með salti og pipar og rífið parmesan yfir.

  9. Berið fram með góðu brauði.

bottom of page