Dulce de Leche brúnka með salti og súkkulaðibitum
- Snorri 
- Jun 29, 2019
- 1 min read
Frábær Dulce de Leche brúnka sem er örlítið þétt í sér en þó fullkomin undir tönn og hlaðin af súkkulaði.
Mér þykir þessi best með ísköldu mjólkurglasi þegar hún er búin að fá að fara inn í kæli og þéttast svolítið upp eða þá að velgja hana upp í stutta stund og njóta hennar með góðum ís.

Smjör, 115 g
Súkkulaði 56-60%, 75 g
Kakóduft, 50 g
Púðursykur, 250 g
Vanilludropar, 1 tsk
Egg, 2 stk
Borðsalt, 1/4 tsk
Hveiti, 80 g
Súkkulaðibitar, 1 dl
Dulce de Leche, 1 dl
Flögusalt eftir smekk
- Hitið ofn í 180 °C yfir og undir hita. 
- Smyrjið 20 cm brúnkuform með smjöri og leggið bökunarpappír í formið svo auðveldara sé að ná kökunni upp úr því. 
- Saxið súkkulaðið og setjið í skál með smjörinu. Bræðið smjörið og súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði eða í nokkrum hrynum í örbylgjuofni. 
- Hrærið súkkulaði & smjörblönduna vandlega saman við kakóduft, púðursykur og vanilludropa með handþeytara. Hrærið svo 1 eggi í einu saman við blönduna þar til áferðin er orðin slétt. 
- Hrærið hveiti og salti saman við blönduna með sleif þar til allt hefur samlagast og blandið svo súkkulaðibitum saman við. 
- Setjið um helminginn af deiginu í kökuformið, dreifið Dulce de Leche í nokkrum litlum klessum yfir deigið og dreifið svo restinni af deiginu yfir. 
- Stráið svolitlu flögsalti yfir kökuna og bakið í miðjum ofni í um 25 mín eða þar til tannstöngull kemur nánast hreinn úr miðju kökunnar. 
- Leyfið brúnkunni að kólna áður en hún er fjarlægð úr forminu og skorin í bita. 






Comments