top of page

Dulce de Leche

Updated: Jun 30, 2019

Dulce de Leche karamella er blanda af mjólk og sykri (í þessu tilviki sætri niðursoðinni mjólk) sem er búið að elda hægt yfir langann tíma þar til sykurinn karameliserast og gómsæt ljósbrún karamella myndast. Dulce de Leche er ótrúlega góð út á ís, enda er besti Haagen Dasz ísinn að mínu mati einmitt Dulce de Leche ísinn. Svo má einnig nota hana í kökur, sem fyllingu í smákökur osfr.

Ég hef séð uppskriftir þar sem dósin af niðursoðnu mjólkinni er sett heil og óopin í pott fullann af vatni og svo soðin í nokkra tíma, en þá þarf að vakta pottinn og passa mjög vel upp á að vatnsmagnið fari aldrei niður fyrir dósina því þá getur hún sprungið.

Ég kýs frekar að nota aðferðina sem er öruggari að mínu mati, en þá er dósin tæmd í eldfast mót og svo bökuð í vatnsbaði í stærra eldföstu móti í 2-2,5 tíma.


Fyrir ekki svo löngu var sæt niðursoðin mjólk eða sweetened condensed milk, eins og stendur á dósinni, ekki alltaf til en nú er tíðin önnur og fæst hún í nánast öllum stærri búðum. Stundum er hún í bökunardeildinni, hjá asíuvörunum eða þá hjá niðursuðuvörunum.

Það sem þarf:

1 dós Sweetened condensed milk frá Longevity Brand

1/2 tsk flögusalt

 
  1. Forhitið ofn í 225° yfir og undir hita og sjóðið 1 liter af vatni í hraðsuðukatli.

  2. Tæmið innihald dósarinnar í lítið eldfast mót og lokið þvi vandlega með álpappír. Setjið litla bökunarformið svo í stærra eldfast mót sem rúmar það minna auðveldlega.

  3. Setjið bæði mótin inn í ofn og hellið svo sjóðandi vatninu í stærra mótið svo vatnið nái rúmlega yfir miðju mótsins með niðursoðnu mjólkinni.

  4. Bakið í 2 klukkustundir en fylgist með vatnsmagninu og bætið við sjóðandi vatni þegar vatnsyfirborðið er farið undir miðju minna eldfasta mótsins.

  5. Það getur verið blekkjandi að horfa í gegnum mótið á litinn á karamellunni, en hún getur litið út fyrir að vera mun ljósari en hún er í raun og veru í köntunum þegar hún er tilbúin.

  6. Takið eldföstu mótin varlega úr ofninum og hellið heita vatninu frá.

  7. Þegar karamellan kemur úr ofninum er áferðin á henni einna líkust búðingi og við fyrstu sýn er eins og að manni hafi mistekist. Svo er þó aldeilis ekki því það þarf að einungis hræra vel henni svo hún verði mjúk og fín.

  8. Færið karamelluna í litla skál og þeytið með handþeytara þar til hún er orðin mjúk og hærið svo flögusaltinu saman við.

  9. Færið karamelluna loks í krukku með loki og geymið í ísskáp í allt að 3 vikur.



Comments


bottom of page