top of page

Dúnmjúkar Bao bollur með hægelduðum rifnum grís, sesamsalati og japönsku majó

Ég elska Bao bollur! Þær eru svo mjúkar og fluffy og alveg fullkomnar með hægelduðu rifnu grísakjöti.

Maður þarf ekki alltaf að kaupa heila grísahnakka þegar það á að gera pulled pork, heldur er hægt að komast upp með að nota grísahnakka í sneiðum eins og gert er hér. Þá er eldunartíminn töluvert styttri sem gerir það að verkum að það er ekkert mál að gæða sér á þessari uppskrift í miðri viku ef maður vill!

Fyrir 2:

Grísahnakki í sneiðum, 400 g

Bao brauð, 6 stk / Fást frosin hjá Fiska á Nýbýlavegi

Rauðkál, 150 g

Kóríander, 5 g

Agúrka, 100 g

Ristuð sesamfræ, 1 msk

Radísur, 2 stk

Japanskt majó, 60 ml

Kewpie Sesamdresssing, 45 ml / Fæst í Melabúðinni

Gochujang, 1 msk

Sojasósa, 1 msk

Engifermauk eða rifinn ferskur engifer, 1 tsk

Hvítlaukur, 1 rif

Kjúklingakraftur, 1 tsk

Hrísgrjónaedik, 1 tsk

  1. Stillið ofn á 150°C með yfir og undir hita.

  2. Hrærið gochujang saman við sojasósu, engifermauk, 1 pressað hvítlauksrif, kjúklingakraft og hrísgrjónaedik.

  3. Nuddið gochujang blöndunni vel á kjötið, leggið kjötið svo í lítið eldfast mót og hellið botnfylli af vatni (ekki of mikið) í mótið. Bætið restinni af gochujang blöndunni (ef það var afgangur) út í vatnið og hyljið mótið því næst með álpappír.

  4. Bakið kjötið í miðjum ofni í 2-2,5 klst eða þar til kjötið losnar auðveldlega í sundur þegar togað er í það með tveimur göfflum. Gott er að kíkja á kjötið þegar tíminn er hálfnaður og bæta við ögn af vatni ef þa.

  5. Notið tvo gaffla til þess að tæta kjötið niður í eldfasta mótinu og látið liggja í nokkrar mín í krydduðum vökvanum. Smakkið til með salti ef þarf.

  6. Hitið bao bollurnar eftir leiðbeiningum á umbúðum eða hitið í um 30 sek í örbylgjuofni þar til þær eru heitar og mjúkar.

  7. Sneiðið rauðkál eins þunnt og mögulegt er, helst með mandolíni (farið varlega!). Saxið kóríander. Setjið rauðkál, kóríander og sesamdressingu saman í skál og blandið vel saman.

  8. Sneiðið agúrku og radísur í þunnar sneiðar. Raðið sesamsalati, kjöti, japönsku majó og sesamfræjum í brauðin.Comments


bottom of page