top of page

Chipotle grísa tacos

Updated: Jun 10, 2018

Ómótstæðilegar grísa tacos með chipotle sósu, pico de gallo og rauðkáls- lime salati. Fullkominn föstudagsmatur. Eða hvaða dag sem er ef því er að skipta, nema aðfangadag.

Chipotle kjötið:

Grísahnakki, 350 g

2 tsk olía

2 tsk púðursykur

2 msk ananas safi úr dós

1 msk eplaedik

1 msk chipotlemauk

1 tsk reykt paprika

1 tsk hvítlauksduft

1-1.5 tsk flögusalt


Berjið grísahnakkann með kjöthamri og skerið svo í strimla. Hrærið saman allt hitt hráefnið og marinerið kjötið í blöndunni í 1-24 klukkustundir. Steikið við háan hita þar til kjötið er brúnað og fulleldað.


Útbúið sósuna og meðlætið á meðan kjötið marinerast.

 

Chipotle sósa:

Mayo, 50 ml

Sýrður, 50 ml

Chipotle mauk, 15 ml

Salt eftir smekk


Hrærið saman og geymið í kæli.

 

Pico de gallo:

Kirsuberjatómatar, 80 g / skornir í fernt

Kóríander, 4 g / saxaður smátt

Rauðlaukur, 1 msk / saxaður smátt

Hvítlaukur 0,5 rif / pressað


Hrærið saman með ögn af extra virgin ólívuolíu og smakkið til með salti. Geymið í kæli

 

Rauðkál:

Rauðkál, 120 g / Sneitt þunnt, helst í mandolíni

Sýrður rjómi, 1 msk


Blandið vel saman í skál

 

Annað meðlæti:

Avocado, skorið í sneiðar

Ananasbitar úr dós

Litlar tortillur, 6 stk




Bình luận


bottom of page