top of page

Chimichurri sósa

Updated: Jun 10, 2018


Chimichurri er Argentísk jurtasósa sem er ótrúlega góð á allt grillað kjöt og sömuleiðis kjúkling. Það eru til margar útgáfur af þessari frábæru sósu en það má auðveldlega breyta henni og sníða að eigin smekk.

 

Ferskur kóríander, 10 g

Fersk steinselja, 10 g

Þurrkað oregano, 1 tsk

Hvítlauksrif, 1 stk

Þurrkaðar chili flögur, 1-2 ml (eftir smekk)

Límónusafi, smá kreista

Ólívuolía, 50 ml og svo eftir þörfum

Saxið steinselja og kóríander mjög smátt og setjið í skál með oregano og chili flögum eftir smekk. Rífið hvítlauk saman við (byrjið á hálfu rifi og smakkið ykkur svo til), kreistið smá límónusafa saman við og saltið ögn. Hrærið 50 ml af ólívuolíu saman við og smakkið svo til með salti, meiri hvítlauk og olíu ef þarf.

Commentaires


bottom of page