top of page

Chilihunang

Updated: Sep 26, 2020

Chilihunang er lygilega einfalt að búa til og það er sjúklega gott á allt mögulegt, en mér þykir það sérstaklega ljúffengt sem topping á pizzur.


Þessi uppskrift er með smá hvítlauk en ef þú vilt nota hunangið á ís (virkilega gott á vanilluís!) og deserta þá mæli ég með því að sleppa hvítlauknum.

Hunang, 150 ml

Rautt chili, 15 g

Hvítlaukur, 1/2 lítið rif

 
  1. Sneiðið chili í þunnar sneiðar og pressið eða rífið hvítlaukinn.

  2. Setjið allt hráefnið saman í lítinn pott og stillið á miðlungshita.

  3. Hrærið við og við í blöndunni þar til hunangið er við það að fara að sjóða og lækkið þá hitann í lægstu stillingu og látið vera í um 20 mín.

  4. Látið kólna í nokkrar mín og færið hunangið svo yfir í flösku eða krukku.

  5. Geymið við stofuhita í 2 vikur eða í ísskáp í allt að mánuð en takið þá úr kæli og látið ná stofuhita fyrir notkun.

Commentaires


bottom of page