top of page

Buffalo kjúklingaborgari

  • Writer: Snorri
    Snorri
  • Jul 2
  • 2 min read

Þessi er ekki flókinn – bara einföld og góð bragðbomba. Ofnbökuð kjúklingabringa hjúpuð buffalo smjörsósu, geggjuði gráðaostasósa, súrar gúrkur, romaine salat og ristað kartöflubrauð.

Fyrir kjúklinginn:

Kjúklingabringur, 2 stk (Sirka 160 grömm hver.)

Hveiti, 20 g

Maizenna, 20 g

Hvítlauksduft, 1 tsk

Paprikuduft, 1 tsk

Salt eftir smekk


  1. Forhitið ofn í 180°C með blæstri.

  2. Pískið saman hveiti, maizenna, hvítlauksduft og paprikuduft.

  3. Saltið kjúklingbringurnar eftir smekk. Skerið endann af bringunum svo þær passi fallega í brauðin.

  4. Veltið bringunum upp úr þurrefnablöndunni og setjið svo á ofngrind í miðjum ofni. Gott er að hafa bökunarplötu með pappír undir til að grípa vökvann sem gæti runnið úr bringunum.

  5. Spreyið með olíu og bakið í 20-25 mín (fer eftir þykkt) eða þar til kjúklingurinn er hvítur í gegn og fulleldaður.


Gráðaostasósa:

Majónes, 3 msk

Sýrður rjómi 18%, 3 msk

Sítrónusafi, 1 tsk

Hvítlauksduft, 1/4 tsk

Gráðaostur, 25 g


  1. Pískið saman majónes, sýrðan rjóma, sítrónusafa og hvítlauksduft. Stappið gráðaost saman við og smakkið til með salti og smá pipar ef þarf.


Buffalosósa:

Franks red hot wing sauce, 3 msk

Hunang, 1 msk

Eplaedik, 0,5 tsk

Hvítlauksduft, 1/4 tsk

Smjör, 40 g


  1. Setjið öll hráefnin saman í lítinn pott og hitið við vægan hita þar til allt hefur samlagast. Ekki láta blönduna sjóða.


Til að setja saman:

Kartöflu hamborgarabrauð, 2 stk

Tómatur, 1 stk

Rauðlaukur, 1 stk

Gráðaostur, 20 g

Romainesalat, 60 g

Súr gúrka, 1 stk


  1. Sneiðið romaine salat þunnt. Sneiðið rauðlauk eftir smekk mjög þunnt. Setjið rauðlauk og romainesalat í skál með smá af gráðaostasósunni og blandið vel saman. Myljið restina af gráðaost saman við salatið.

  2. Sneiðið tómat og súra gúrku.

  3. Ristið hamborgarbauðin með smá smjöri á heitri pönnu þar til gyllt og falleg.

  4. Smyrjið brauðin með gráðaostasósu. Veltið bringunum upp úr buffalosósunni og setjið brauðin. toppið með tómötum, súrum gúrkum og að lokum salatinu.

Comments


bottom of page