Franskar bökur eru eitt það girnilegasta sem ég veit um, skreyttar með fallegum berjum, girnilegu créme patissiére og allskonar! Mig hafði lengi langað til að spreyta mig á að búa þær til en aldrei látið verða af því fyrr einn laugardsmorguninn þegar ég sló til.
Þá kom upp á daginn að það er auðveldara heldur en maður hefði haldið að skella í svona franskt góðgæti og mér leið bara eins og ég væri kominn aftur til Parísar (svona næstum því...).
Ég toppaði bökurnar mínar með brómberjum og reif svo ögn af límónuberki yfir og það var sjúklega gott, en það má nota að sjálfsögðu nota hvaða ber sem er.
Fyrir þessa uppskrift notaði ég 6 stk 10 cm bökuform með lausum botni.
- Deigið-
1 & 1/4 bolli all purpose hveiti
3 msk sykur
85 g mjúkt ósaltað smjör
2 eggjarauður
1-3 msk ískalt vatn
Smá salt
Til þess að gera botnana þá sigtið þið hveitið, sykurinn og saltið saman í skál og myndið holu í miðjunni. Setjið smjörið, eggjarauðurnar og 1 matskeið af vatninu í holuna og byrjið að nudda hráefnunum saman þangað til mjúkt deig myndast. Bætið við vatninu eftir þörfum, ögn í einu, en forðist að enda með of blautt deig. Vefjið deigið þétt inn í plastfilmu og kælið í að minnsta kosti 1 klukkutíma.
Dreifið hveiti á vinnuborðið og fletjið deigið út. Mátið bökuform yfir deigið og skerið hring í kringum formið sem er sirka 1cm stærri en formið. Þrýstið deiginu í formin með fingrunum og látið umfram deigið liggja meðfram hliðunum, rúllið svo kökukeflinu yfir formið til að skera það auka deigið aðveldlega frá. Endurtakið fyrir hverja böku og rúllið saman umfram deigið til að mynda auka botn ef þörf er á.
Setjiið inn í ískáp til að kólna og stillið ofninn á 190° í millitíðinni. Setjið álpappír í bökuformin þétt upp að deiginu og fyllið með hrísgrjónum, þetta gerum við til þess að hindra að botnarnir lyftist og verði ójafnir.
Bakið í 10-15 mín eða þar til kantarnir byrjaðir að taka lit. Fjarlægið svo álpappírinn og hrísgrjónin og bakið í 5-10 mín í viðbót eða þar til botnarnir eru orðnir fallega gullbrúnir. Leyfið að kólna í 2-3 mín áður en þið fjarlægið úr mótunum.
-Créme Patissiére-
500 ml nýmjólk
4 stórar eggjarauður
150 g sykur
50 g maíssterkja
3/4 msk vanilludropar
Til þess að gera créme patissiére þá hrærið þið saman eggjarauðurnar og sykurinn þar til þær eru orðnar fölar og þykkar og hrærið svo maíssterkjunni saman við þar til blandan er mjúk.
Hitið mjólkina í potti þar til hún er við það að sjóða og fjarlægið þá af hitanum.
Hellið 1/3 af mjólkinni saman við eggjablönduna í hægri bunu og hrærið vandlega saman á meðan. Lækkið hitann á hellunni, hellið eggjablöndunni út í pottinn með restinni af mjólkinni og setjið á helluna.
Hrærið vaniludropunum saman við blönduna og hrærið þar til hún blandan þykist hæfilega og takið þá af hitanum.Hellið blöndunni í gegnum sigti í hreina skál og látið kólna að fullu.
Hrærið vandlega í blöndunni rétt fyrir notkun til að gera hana mjúka og fína, færið í sprautupoka og deilið á milli tartalettu botnanna.
Toppið með brómberjum og rífið límónubörk yfir (en varist að taka hvíta undirlagið með þar sem það er beiskt á bragðið).
Comentarios