Bakaðir kleinuhringir með hlynsíróps glaze
- Snorri 
- Nov 18, 2021
- 1 min read
Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir! Kryddaðir með smá brúnkökukryddi sem gerir þá svolítið jólalega og svo hjúpaðir þessu ómótstæðilega hlynsíróps glaze'i með ekta vanillu.
Í alvöru, það er ekki eftir neinu að bíða! Farðu að baka!

Kleinuhringir, 12-14 stk:
Hveiti, 180 g
Lyftiduft, 1,5 tsk
Matarsódi, 0,5 tsk
Salt, 0,25 tsk
Brúnkökukrydd, 1 tsk
Mjólk, 80 ml
Jógúrt, 80 ml
Smjör, 60 g
Vanilludropar, 2 tsk
Egg, 1 stk / Stórt
Púðursykur, 120 g
- Pískið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og brúnkökukrydd í stórri skál. 
- Bræðið smjörið og látið kólna smá. Pískið saman mjólk, jógúrt, bráðið smjör, vanilludropa, egg og púðursykur. 
- Blandið blautblöndunni saman við þurrefnablönduna með sleikju þar til allt hefur samlagast. 
- Spreyið eða smyrjið kleinuhringjaform með olíu. 
- Færið deigið í sprautupoka eða t.d. stóran samlokupoka og klippið á einn endann. Fyllið formin tæplega 3/4 leið upp af deigi og bakið í 10-11 mín í miðjum ofni. 
- Látið kólna í nokkrar mín áður en kleinuhringirnir eru fjarlægðir úr forminu. 
Hlynsíróps glaze:
Smjör, 60 g
Rjómi, 1 msk
Hlynsíróp. 60 ml
Vanillustöng, 1 stk
Flórsykur, 180 g
- Bræðið smjör í potti við vægan hita. Skerið vanillustöng í tvennt og skafið fræin innan úr. Bætið vanillufræjum, rjóma og hlynsírópi út í og og hrærið þar til allt hefur samlagast. 
- Hrærið flórsykur saman við þar til allt hefur samlagast og slökkvið á hitanum. 
- Dífið kleinuhringjunum ofan í glaze'ið og setjið svo á vírgrind í 10 mín þar til glaze'ið harðnar. 







Comments