Geggjaðir stökkir kjúklingaborgarar með tex-mex fíling sem slá alltaf í gegn! Mér þykir geggjað að nota sterka salsasósu til að gefa borgurunum svolítið kick og þá koma rauðkálssalatið og graslaukssósan fullkomin á móti hitanum og mynda gott jafnvægi.
Fyrir 2:
Kjúklingalæri (Stór, skinn og beinlaus), 2 stk
Kartöflu hamborgarabrauð, 2 stk
Rauðkál, 80 g
Kóríander, 5 g
Amerískur ostur, 2 sneiðar
Ab mjólk, 50 ml / 50 g
Egg, 1 stk
Sriracha sósa, 10 g
Ritz kex, 40 g
Kornflex, 40 g
Tacokrydd (Santa Maria), 10 g
Hvítlauksduft, 2,5 g
Japanskt majó, 45 ml
Sýrður rjómi 18%, 45 ml
Hvítlauksduft, 2 ml
Graslaukur, 3 g
Sterk salsasósa, eftir smekk
Leggið kjúklingalærin á milli tveggja laga af bökunarpappír og berjið lærin með kjöthamri eða t.d. litlum potti til að fletja þau aðeins út.
Aðskiljið eggjarauðuna frá eggjahvítunni (notið bara eggjahvítuna). Hrærið saman eggjahvítunni, AB mjólk og Sriracha sósunnni. Setjið kjúklinginn í jógúrtblönduna og látið marinerast í amk 30 mín eða yfir nótt
Setjið Ritz kexið og Kornflexið í matvinnsluvél ásamt taco kryddi og hvítlauksdufti og látið vélina ganga í stuttum hrynum þar til áferðin er svipuð og á grófum brauðraspi. Setjið kryddhjúpinní djúpan disk.
Hitið ofn í 180°C á blæstri.
Látið mesta vökvann renna af kjúklingalærunum og þrýstið þeim svo vel í kryddhjúpinn á báðum hliðum.
Setjið kjúklinginn á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í um 30-35 eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og kryddhjúpurinn orðinn fallega gylltur. Setjið ostneiðar á kjúklinginn rétt áður en kjúklingurinn er tilbúinn svo hann bráðni.
Sneiðið rauðkálið eins þunnt og mögulegt er, helst með mandolíni (farið varlega). Saxið kóríander. Setjið rauðkál og kóríander í skál ásamt smá óífuolíu og blandið vel saman.
Sneiðið graslauk. Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma, hvítlauksdufti og graslauk. Smakkið til með salti.
Smyrjið brauðin með smá smjöri og ristið á heitri pönnu þar til þau eru fallega gyllt.
Smyrjið graslaukssósu í brauðin, raðið svo kjúkling, salsasósu og rauðkáli í brauðin.
Comments